Forsendubrestur?

Það hefði verið gaman að sjá dóminn leysa út þeirri málsástæðu að ábyrgð sjálfskuldarábyrgðaraðilanna væri niður fallin vegna forsendubrest í kjölfar niðurfellingar hjá aðalskuldara, þ.e. að það hefði verið forsenda sjálfskuldarábyrgðarinnar að aðalskuldari bæri ábyrgð á kröfunni líka. Það er þekkt að sjálfskuldarábyrgð getur fallið niður á grundvelli lagareglna um forsendubrest og yrði það úrlausnarefni án tillits til þess hvort lagaákvæði um ábyrgðarmenn væru gild gagnvart stjórnarskrá. Ég þekki þetta tiltekna mál þó ekki og vel má vera að slík málsástæða hefði lítið upp á sig í þessu máli.


mbl.is Lög afnámu ekki sjálfskuldarábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband