28.4.2010 | 09:32
Að vera (vinstri) grænn
Það er gaman að sjá fólk innan VG stökkva á frelsisvagninn í tilefni dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í málinu varðandi iðnaðarmálagjaldið til SI. Ungliðarnir vilja ekki að ríkið innheimti félagsgjöld fyrir pólitísk hagsmunasamtök. Hins vegar segja þeir að það sé í lagi að ríkið fjármagni þetta með öðrum hætti. Ekki er hægt að skilja þetta á annan hátt en að peningar ríkisins komi þá í gegnum skatta. Samkvæmt þessum aðilum innan VG er því í lagi að láta ríkið rukka alla aðra en aðila að SI greiða kostnaðinn af þessum pólitísku hagsmunasamtökum!
Ég bíð spenntur eftir næstu ályktun frá ungum VG um ASÍ. Samtökin eru fjármögnuð með nauðungargreiðslum félagsmanna líkt og gjöldin í SI. Þá beita samtökin sér pólitískum álitamálum eins og sést glögglega á heimasíðu ASÍ, www.asi.is.
Ályktun Ungra vinstri grænna um ASÍ hlýtur að vera á leiðinni.
![]() |
Segja SI pólitísk hagsmunasamtök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)