Grundvöllurinn

Ég bíð eftir dómi Hæstaréttar í þessu máli. Ástæðan er sú að þá fær maður einhverjar upplýsingar um skilyrði gæsluvarðhaldsins. Ég hef ekki séð neina umfjöllun um á hvaða grundvelli gæsluvarðhaldið er reist. Kannski af því að ég heyri ekki allar fréttir. Kannski ef því að ekkert hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum.

Ef um er að ræða það skilyrði að hætta sé á því að sakborningar spilli sönnunargögnum eða reyni að hafa áhrif á vitni þá verður að telja ólíklegt að sú hætta sé enn til staðar nú, einu og hálfu ári eftir hrun. Ástæðan er sú að ef þessir aðilar eru líklegir til að spilla sönnunargögnum er auðvitað langlíklegast að búið sé spilla þeim nú þegar. Af hverju ættu þeir að fara að taka upp á slíku fyrst núna?

Héraðsdómarinn hlýtur þó að hafa byggt þetta á traustum grunni og það verður fróðlegt að sjá hver hann er.


mbl.is Kaupþingsmenn í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband