Andstaðan við réttarríkið

 

Þann 29. janúar 2009 tók Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra þá ólögmætu ákvörðun að synja hluta aðalskipulags Flóahrepps sem varðaði Urriðafossvirkjun. Þetta er samdóma álit allra þeirra sex dómara sem fjallað hafa um málið, eins héraðsdómara og fimm hæstaréttardómara.

 

Þegar fjallað var um hina ólögmætu ákvörðun ráðherra á Alþingi steig Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, fram og kvaðst fagna því að loksins væri kominn umhverfisráðherra sem stæði vörð um náttúruna.

 

Þessi nálgun fjármálaráðherra er röng. Það er löggjafinn, Alþingi, sem vegur og metur hagsmuni og setur að því hagsmunamati loknu lög. Það er lagaramminn sem ræður því hvort og þá hvernig hagsmunir á borð við náttúruvernd eru verndaðir með lögum. Þegar tiltekið mál er til úrlausnar hjá ráðherra á hann að framkvæma lögin eins og þau eru en ekki eins og ráðherra vildi að þau væru.

 

Ef eitthvað væri að marka má orð ráðherra þá er það hlutverk hvers ráðherra að berjast fyrir tilteknum hagsmunum sem heyra undir viðkomandi ráðuneyti. Jafnframt virðist fjármálaráðherra telja að ef slík barátta felur í sér að taka þurfi ólögmæta ákvörðun þá eigi ráðherrann skilið klapp á bakið.

 

Það er eitt af grundvallareinkennum réttarríkisins að framkvæmdavaldið fari að lögum fremur en pólitískum viðhorfum. Ráðherrar eru æðstu handhafar framkvæmdavaldsins og ber að taka ákvarðanir í samræmi við lög en ekki eigin geðþótta.

 

Það er alvarlegt mál þegar fjármálaráðherra og leiðtogi annars tveggja ríkisstjórnarflokka afhjúpar með þessum hætti viðhorf sitt til þeirra starfa sem ráðherrar gegna og hrósar samstarfsráðherra sínum fyrir ákvörðun sem er í andstöðu við þau lög sem Alþingi hefur samþykkt.


mbl.is Boðar stjórnendur Flóahrepps til fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband