Áróður ríkisstjórnarinnar gegn Íslandi

Augu umheimsins eru nú á Íslandi eitt stundarkorn. Þetta Icesave-mál er nú á forsíðu netmiðils BBC. www.bbc.com. Þar er heft eftir hollendingum og Bretum að Íslendingar eigi að borga þetta. Þar virðist alls ekki hafa komist til skila í útlendum fjölmiðlum að greiðlsuskyldan sem slík sé a.m.k. umdeilanleg.

Þess vegna er sorglegt að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi nýtt kastljósið til að lýsa yfir áhyggjum sínum af orðspori Íslands. Það hefði miklu frekar verið til þess fallið að bæta orðsporið að benda á þá staðreynd að Icesave-málið fjallar um hvort og hversu mikið Íslendingar kjósi að greiða umfram lagaskyldu en ekki hvort við viljum standa við skuldbindingar okkar. Því til sönnunar sé sú staðreynd að Bretar og Hollendingar hafi ekki viljað óháðan úrlausnaraðila um greiðsluskylduna.

Ríkisstjórnin heldur því áfram að hampa málstað gagnaðila okkar og þar með vinnur hún gegn hagsmunum Íslands.


mbl.is Bretar leita til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Tek undir þessi orð þín.

Bryndís Böðvarsdóttir, 5.1.2010 kl. 17:21

2 Smámynd: A.L.F

Tek undir þetta með þér.

Er enn orðlaus yfir því að engin fréttayfirlýsng hafi komið frá stjórninni um hver staðan er í rauninni og að við ætlum ða borga.

Skil ekki hvað veldur því að okkar stjórn leyfi tjöllum að fara með fleipur á sínum heimavelli.

A.L.F, 5.1.2010 kl. 18:14

3 identicon

Þetta virðist vera hin sorglega staðreynd.

Stjórnarliðar og hirð halda áfram að vinna málstað okkar mein og því alveg útséð með að þetta fólk geti verið málsvarar okkar.

Var satt best að segja að vona að hægt væri að halda þessu máli frá pólitík og að þessi stjórn gæti setið áfram þessu máli vegna.

Mér þykir hinsvegar einsýnt að þetta fólk valdi því verkefni sem það hefur tekið sér á hendur, að vinna í þágu þjóðarinnar.

Axel (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 22:43

4 identicon

Þarna vantaði "ekki" inn í síðustu málsgrein. Vona að það valdi ekki misskylningi....

Axel (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband