22.1.2010 | 15:15
8 afdrifarík mistök á 45 sekúndum
Ísland er 2 mörkum yfir þegar 45 sekúndur eru eftir og hefja sókn. Austurrikismenn eru með 6-0 vörn og pressa ekkert. Hér eru mistökin:
1) Ísland lýkur sókn með skoti eftir aðeins 14 sekúndur. Eðlilegt hefði verið að reyna eitt gegnumbrot og fá þannig eitt aukakast. Við það hefði leiktíminn runnið út að mestu og leikurinn unnist.
2) Guðjón Valur klúðrar algeru dauðafæri af línu. Þetta eru einfalt klúður en ekki röng ákvörðun hjá honum.
3) Þegar 29 sekúndur eru eftir fær Guðjón Valur tækifæri til að brjóta á leikmanni Austurríkis sem er að hefja hraðaupphlaup en gerir það ekki heldur hleypur framhjá honum og leyfir honum að kastsa fram. Einfalt brot hefði tafið hraðaupphlaupið nægjanlega til að jöfnun væri ómöguleg. Einnig hafði Guðjón Valur geta stokkið á manninn og fengið 2 mínútur. Það hefði ekki skipt máli því tíminn væri þá svo gott sem liðinn, hraðaupphlaupið stöðvað og Ísland búið að stillá upp í vörn.
4) Þegar 27-28 sekúndur eru eftir fær Ólafur Stefánsson sama tækifæri og Guðjón Valur til að brjóta en ákveður að gera það ekki heldur leyfa Austurríkismönnum að klára hraðaupphlaupið.
5) Ólafur fær dæmd á sig skref. Hér er um bæði ranga ákvöðrun og klúður í framkvæmt að ræða því að hann hefur reynslu og getu til að missa ekki boltann í slíkri stöðu.
6) Þegar 25 sekúndur eru eftir kemur Austurríkismaður dripplandi að punktalínu og stekkur upp og skorar. Arnór Atlason stendur á 7 metrunum og horfir á og stekkur síðan upp þegar skotið er að ríða af. Hann ákveður því að fara ekki út í manninn heldur bíða og það endar með marki.
6) Þegar búið var að dæma skref hefði Ólafur getað tafið með því að láta ekki boltann af hendi eða einhver hent sér á Austurríkismennina sem tóku við boltanum. Með þessu hefði leikurinn fjarað út eða að minnsta kosti hefðum við fengið tíma til að stilla upp í vörn allra síðustu sekúndurnar og þar með verið hverfandi líkur á marki.
7) Hreiðar tekur þá röngu ákvöðrun að fara út úr markinu til að stöðva sendingu sem ekki hefur verið gefin og skilur markið eftir opið.
8) Hreiðar Klúðrar síðan því sem klúðrar varð með því að detta þegar boltinn er á leiðinni í markið.
Hreiðar: Nóttin var ansi erfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er feginn að það er ekki farið svona nákvæmlega yfir öll þau mistök sem ég hef gert um ævina.
Andri (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 15:24
Góð júridísk greining. Er ekki hægt að stefna einhverjum út af þessu?
Guðmundur St Ragnarsson, 22.1.2010 kl. 15:35
Tveir liðir eru merktir sex hjá þér, þannig að í raun eru mistökin 9 á 45 sekúndum. Ekki er það betra! Það er best að gleyma bara þessum leik.
Bjarki (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 15:40
Þetta eru allt mannleg mistök. Hneykslið í þessu máli er svívirðilegt framferði dómaranna.
Sigrún (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 15:41
maður hefur margoft séð þetta hjá markmönnum að hlaupa svona út í sendinguna, er mjög gott trix þegar það virkar.
en í svona stöðu... að þá á maðurinn að vera í markinu. en þetta skrifast ekki á hann, frekar en einhvern einn.
dómgæzlan var að auki mjög undarleg á köflum.
nú er bara að taka danina í gegn og vinna riðilinn.
held nú að við komumst áfram... eina leiðin til að við komumst ekki áfram er að ef við töpum gegn dönum með meira en 5 mörkum og serbar og austuríkismenn geri jafntefli.
líkurnar á því eru minni, en meiri.
kv.
ThoR-E, 22.1.2010 kl. 15:43
Víst skrifast þetta á Hreiðar að miklu leiti. Maður veit það sem markmaður sjálfur að það er hálfvitaskapur og algjör þvæla að ætla hlaupa inn í bolta og út úr markinu á lokasekúndunum. Á þessum tíma á maður að vera tilbúinn á línunni til þess að taka lokaskot andstæðinganna.
Algjör vitleysa hjá honum að detta þetta í hug og við hefðum jafnvel getað hangið á þessu marki ef hann hefði drattast til að standa milli stanganna.
ps: við töpum gegn Dönum, klárt mál. Vörnin mun ekki batna nóg á tveimur dögum.
Elvar Smári (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 15:52
Elvar - Vonandi hugsa þeir ekki eins og þú ;) annars gætu þeir pakkað saman núna og gefið leikinn..
Siggi (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 16:00
þetta voru vissulega rosaleg mistök þarna í lokin hjá Hreiðari. Hann átti að halda sig í markinu.
En óli að missa boltan þarna .. fá á sig skref og Guðjón Valur að klikka á skotinu á línunni.. mörg mistök. Einnig var liðið búið að vera ósannfærandi í öllum leiknum.
Byrjendamistök og bölvað basl á köflum að skora.
það eru margir í þessu liði sem þurfa að skoða sinn hlut í þessu...vonandi eru þeir búnir að því og koma einbeittir í danaleikinn.
Vona nú að það sé ekki klárt mál að danaleikurinn sé tapaður, en hinsvegar er það alveg rétt að ef við spilum eins og í serba og austuríkis leikjunum að þá eigum við ekki möguleika gegn evrópumeisturunum. Það er staðreynd.
En.. þeir hafa komið sterkir til baka þegar svona hefur gerst.. eins og t.d á ól í Kína, voru oft með bakið upp við vegginn og komu þá brjálaðir í næsta leik og unni.
Vonum það besta =)
ThoR-E, 22.1.2010 kl. 16:04
Hættið þessu væli! Mennirnir eru að standa sig mjög vel.
Hulda (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 16:06
Getur einhver sagt mér hvað var á ferðinni, þegar Alexander er á leiðinni í hraðupphlaup, hann teikaður og síðan felldur af tvem Austurríkismönnum,
þeir náðu af honum boltanum og ekkert dæmt,skömmu fyrir leikslok????? Get bara ekki skilið þann dóm, sem hafði allt að segja varðandi það sem á eftir kom.
Ingimundur (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 16:09
Takið djúpt andann og slakið á leiðindakommentum.
Ég sé ekki fyrir mér að komment eins og "hálfvitaskapur" hjálpi einum né neinum
slaka....
Hermann H. Hermanns (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 17:10
Eftir að það var dæmt skref á Óla snilling,fékk Snorri boltann og hvað gerði hann
jú lét boltann á golfið í kurteisi sinni í stað að kasta honum upp í áhorfandastúku.
Hann hefði fengið 2.mín og við getað stillt upp.
Hreðar gerði auðvitað mistök en reyndi að dekka dauðfríann mann sem hefði þá líklega fengið boltann og skorað kannski.
Þorbjörn Jens (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 18:30
Vil samt benda á það sem er að handboltanum og sást í leiknum í gær.
1. Í venjulegum handbolta leik fá lið alveg 30 - 50 sek að klára sókn áður en það er dæmd leiktöf. Í leiknum í gær var það hinnsvegar 15 - 25 sek þegar lítið var eftir og Austurríkismenn voru undir. Reglunar eiga ekki að breytast þó lítið sé eftir og annað lið að tapa.
2. Tíminn stoppaður trekk í trekk í lokinn vegna þess að A voru undir í leiknum og lítill tími til að jafn/vinna. Tíminn var stoppaður eftir mörk og annað sem gerist ekki í byrjun leiks eða leik sem ekkert er undir og annað liðið með örugga forustu.
Með þessu setja dómararnir óþarfa pressu á Ísland í þessu tilfelli og beygja reglunar þeim í óhag og setja pressuna á ísland !
Vil bara benda á þetta þó svo að það hafi verið mikið um mistök þá tapaðist leikurinn á þessu..
Hafsteinn (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 18:54
Hvernig sem allt fer förum við út úr þessu móti með talsvert betri árangur en svíar og er það í raun stórmerkilegt
jon (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 23:28
Jahérna.. er ekki bara málið fyrir ykkur að fara að æfa handbolta finnst þið eruð svona klár?
Nanna (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 02:38
Nanna:
Má fólk semsagt ekki ræða það sem fór úrskeiðis og hvað hefði getað farið betur... og hvernig næsti leikur gengur.
Verður það að æfa handbolta til þess ?
jahérna.
ThoR-E, 23.1.2010 kl. 13:44
Ertu nokkuð Púllar Jón. Þú gefur í skin að útaf fyrir sig sé nóg á þessu móti að gera betur en svíar sem gerðu ekkert.
Púllurum nægir nefnilega að vinna bara Man.Utd og helst tvisvar og þá eru þeir sáttir og mótinu þar með lokið af þeirra hálfu eða svo gott sem.
Neyðast reyndar til að dingla með allan veturinn til að ná þessu takmarki sínu en láta sig hafa það, það er nefnilega svo gaman að vinna Man.Utd.
Viðar Friðgeirsson, 23.1.2010 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.