27.1.2010 | 11:38
Ég undrast
Lögin um rannsóknarnefndina kveða á um að stefnt skuli að því að skila endanlegri skýrslu eigi síðar en 1. nóvember 2009. Sérstaklega er kveðið á um að heimilt sé að skila einstökum hluta skýrslunnar fyrr séu þeir tilbúnir. Þar sem nefndin gerir það ekki hlytur að verða að álykta að skýrslan sé ekki tilbúin að neinu leyti enda væri annars farið á svig við það sem lögin gera ráð fyrir með því að geyma hluta hennar lengur en nauðsynlegt er og fram yfir 1. nóvember 2009.
Af hverju voru nefndarmennirnir að tjá sig um efnislegt innihald skýrslunnar áður en hún er tilbúin? Lýsa því að þeir hafi verið pirraðir og grátandi yfir því sem gert hafi verið og sérstaklega því sem ekki hafi verið gert.
Eiga ekki einmitt hlutaðeigandi eftir að koma að athugasemdum í ljósi þess að skýrslan er ókláruð varðandi alla þætti?
Ég undrast það ef skýrslan er tilbúin varðandi einhverja þætti en ekki hefur verið nýtt heimild til að skila þeim hluta skýrslunnar þrátt fyrir að farið hafi verið fram úr tímamörkum í lögunum. Ef skýrslan er ekki tilbúin varðandi neina þætti þá undast ég tal nefndarmanna á opinberum vettvangi um efnisatriði málsins. Sér í lagi þar sem Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson eru hinir mætustu og vönduðustu fagmenn.
Allir hafa andmælarétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.