4.3.2010 | 12:29
Sigríður saumakona
Eftirfarandi færslu setti ég inn áður en ég áttaði mig á því að um var að ræða opinber hlutafélög eða einkahlutafélög. Smá fljótfærni hjá mér semsagt enda var ég steinhissa á því að engin umræða var um þetta!
------
Sigríður er saumakona og stofnaði fyrirtæki um reksturinn. Hún stóð sig svo vel að fólk valdi hana í auknum mæli til að sauma fyrir sig. Sigríður þurfti að ráða til sín fleiri og fleiri saumakonur til að anna verkefnunum. Umsvifin urðu svo mikil að Sigríður réði ekki við að stjórna fyrirtækinu ein og fékk einhverjar vinkonur sínar sem hún treystir vel til að stjórna því með sér.
Sigríði er alveg sama þótt einhverjir sprenglærðir viðskiptafræðipésar vilji vera í stjórn hjá henni og segist geta gert miklu betur en vinkonur hennar. Hún ræður þessu auðvitað sjálf þar sem hún stofnaði og á fyrirtækið ein og áhættan er aðeins hennar en ekki annarra ef fyrirtækinu er illa stjórnað.
Afsakið, nei. Alþingi hefur nú skipað Sigríði að ráða einhverja ókunnuga karla til að vera í stjórn yfir saumastofunni sinni.
Hún ræður ekki lengur yfir saumastofunni sinni sjálf.
Kynjakvóti í stjórnum fyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er verið að gera konur að forréttindahópi.
Ég vil að hér á landi verði stofnað félagsskapur geng pólitískum rétttrúnaði. Slík félög eru til erlendis.
Þröstur P. Einarsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 13:17
Á þetta ekki bara við ef ríki eða sveitarstjórn á saumastofu Sigríðar?
Stefán Helgi Kristinsson, 4.3.2010 kl. 13:43
Jú rétt Stefán. Ég áttaði mig ekki á því stax og því er dæmisagan eilítið skökk. Best að lagfæra þetta, takk.
Oddgeir Einarsson, 4.3.2010 kl. 15:52
Alveg sjálfsagt Oddgeir... þetta er annars ágætis dæmisaga og ég er algjörlega á móti kynjakvótum. Sérstaklega ef stjórnvöld ætla að ráðgast með einkafyrirtæki sbr. fyrirtækið í dæmisögunni.
Stefán Helgi Kristinsson, 4.3.2010 kl. 16:10
Það gætu komið þeir tímar að karlar yrðu því fegnastir að hafa kynjakvóta í stjórnum... svo þeir ættu möguleika á því að vera með...
Brattur, 4.3.2010 kl. 21:40
Fátt er réttlátt, ef nokkuð, við það sem kallast jákvæð mismunun eða kynjakvóti.
Hvenær er mismunun jákvæð?
Óskar G (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.