Frjáls skoðanaskipti

Það er með ólíkindum hvað ríkisstjórnin hefur fengið lítið aðhald frá fjölmiðlum í þessu Icesave máli. Þessi frétt á mbl er aðeins birting á staðreyndum fyrir utan þá afar hógværu ályktun að Steingrímur hefði skipt um skoðun. Ekki þyrfti að beita miklum ýkjum til að halda því fram að Steingrímur hafi verið mjög ósamkvæmur sjálfum sér um ýmis atriði þessu tengt.

Þeir sem gagnrýna þessa löngu tímabæru samantekt virðast helst hafa það fram að færa að aðrir en Steingrímur hafi einhverntíman skipt um skoðun. Vilja þeir sömu þá að mbl geri eins og flestir aðrir fjölmiðlar og hafi hljótt um það þegar æðstu ráðamenn tala út og suður í mikilvægustu málum þjóðarinnar?


mbl.is Steingrímur skiptir um skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki spurning um hlutlausa fréttamennsku. Það er ólíklegt að frétt sem er byrt til höfuðs formanni vinstri hluta stjórnmálalífsins sé ótengd því að konungur hægri hlutans er við taumana á miðlinum sem byrtir. Fréttir sem fjalla almennt um ósamræmi í stjórnmálum væru betur til fallnar að veita mönnum aðhald. Svona stórskot fær fólk til að flokkast í hópa (með eða á móti Steingrími) þegar í rauninni er verið að benda á ósamræmi ákvarðana og skoðana.

Búi Bjarmar (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 15:00

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sammála þér Búi - það er ólíðandi að sannleikurinn sé sagður um Steingrím - lögmaðurinn sem setur nafn sitt hér fyrir ofan er að segja satt og er með þá skoðun sem er ríkjandi hjá þjóðinni - semsagt Steingrímur hefur umpólast ( mitt orð) en þessi lögmaður á að vita að það er bannað að gagnrýna stjórnina - hann segir réttilega að stjórnin hafi fengið lítið aðhald frá fjölmiðlum - EÐLILEGA það er bannað að gagnrýna stjórnina - allt slíkt er "kjaftæði" og lögmaðurinn verður að kynna sér nýju lögin sem enn hafa ekki verið samþykkt né gefin út.

BANNAÐ AÐ GAGNRÝNA STJÓRNINA.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.3.2010 kl. 21:16

3 Smámynd: Dingli

Það er mitt hald, að umpólun Steingríms hafi orsakast af nauð.

Þegar tálsýnir draumaheims frjálshyggjunnar leystust upp í læðing og sjálfsblekkingakastalinn hrundi, fóru ráðamenn þjóðarinnar í lostástand og höfðu ekki hugmynd um hvað þeir voru að gera.  Undirritun Árna Matt á samkomulaginu við Holland áður en nokkur vissi hvað var að gerast, er það bjarg sem þeir og Bretar standa á. Þrátt fyrir þessi skelfilegu mistök kom strax í ljós að Geir Haarde ætlaði að standa í lappirnar og láta hart mæta hörðu, en þá sveik samstarfsflokkurinn. 

Samfylkingin sem hoppaði brosandi uppí gullvagninn og stýrði honum syngjandi úr aftursætinu síðustu metrana fram af bjargbrúninni reyndist eiga sinn einka draumaheim. Draumaveröldin þar sem smér drýpur af hverju strái, allir elska alla og alvöru peningar belgja út hvers manns veski beið okkar með opin faðminn. Eina skilyrðið er að allt sem við eigum og kunnum að eignast verður sameign allra íbúa paradísar. Og að sjálfssögðu verður að borga Icesave.

Steingrímur var því upp við vegg, og þar sem enginn annar kostur var í stöðunni varð hann að snúa skallanum niður.

Það flökt sem verið hefur á umpólun hans undanfarið finnst mér benda til að honum sé ekki eins leitt og lætur. Það hefur meir að segja "kvalið" mig sú hugdetta um nokkurt skeið, að gömlu allaballarnir Steini og Óli hafi verið búnir að semja um það fyrirfram að Óli segði nei.

Dingli, 21.3.2010 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband