28.4.2010 | 09:32
Ađ vera (vinstri) grćnn
Ţađ er gaman ađ sjá fólk innan VG stökkva á frelsisvagninn í tilefni dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í málinu varđandi iđnađarmálagjaldiđ til SI. Ungliđarnir vilja ekki ađ ríkiđ innheimti félagsgjöld fyrir pólitísk hagsmunasamtök. Hins vegar segja ţeir ađ ţađ sé í lagi ađ ríkiđ fjármagni ţetta međ öđrum hćtti. Ekki er hćgt ađ skilja ţetta á annan hátt en ađ peningar ríkisins komi ţá í gegnum skatta. Samkvćmt ţessum ađilum innan VG er ţví í lagi ađ láta ríkiđ rukka alla ađra en ađila ađ SI greiđa kostnađinn af ţessum pólitísku hagsmunasamtökum!
Ég bíđ spenntur eftir nćstu ályktun frá ungum VG um ASÍ. Samtökin eru fjármögnuđ međ nauđungargreiđslum félagsmanna líkt og gjöldin í SI. Ţá beita samtökin sér pólitískum álitamálum eins og sést glögglega á heimasíđu ASÍ, www.asi.is.
Ályktun Ungra vinstri grćnna um ASÍ hlýtur ađ vera á leiđinni.
Segja SI pólitísk hagsmunasamtök | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Ţetta er góđ athugasemd hjá ţér varđandi Vinstri grćna. Ţađ er líka athyglivert ađ sá dómari Hćstaréttar sem einn var međ sératkvćđi og komst ađ réttri niđurstöđu, Ólafur Börkur Ţorvaldsson, er einmitt sá dómari sem margir úr röđum Vinstri grćnna hafa ítrkekađ talađ um sem vanhćfan og hafi bara veriđ skipađur af pólitískum verđleikum. Félagasamtök hvort heldur ţau eru pólitísk eđa ekki eiga ađ afla sér tekna frá félagsmönnum en eiga ekki ađ geta ţvingađ ađra til ađ borga fyrir sig.
Jón Magnússon, 28.4.2010 kl. 16:52
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.