Miski

í þessu máli voru fjórum stúlkum dæmdar samtals 3,5 milljónir fyrir mjög alvarleg kynferðisbrot gegn þeim sem börnum.

Í dómi sama dómstóls, Héraðsdóms Reykjavíkur, í öðru máli frá 23. apríl sl., var lögfræðingi nokkrum dæmd sama fjárhæð í miskabætur og stúlkurnar fjórar skiptu á milli sín, þ.e. 3,5 milljónir. Hann hafði orðið fyrir því að fá ekki starf sem hann sótti um þrátt fyrir að dómnefnd hefði metið hann hæfari en þann sem fékk starfið.

Hvað skyldi það vera sem kallaði á að lögfræðingnum yrðu greiddar svo háar miskabætur samanborið við stúlkurnar fjórar? Rökstuðningur héraðsdóms er eftirfarandi:

„Eðli máls samkvæmt fylgir því álag að sækja um embætti héraðsdómara, leggja verk sín fyrir dómnefnd og fá álit hennar á lífsstarfi sínu. Það að stefndi, Árni, skuli með saknæmum og ólögmætum hætti ganga á svig við niðurstöður lögboðinnar dómnefndar og skipa einstakling, sem flokkaður er tveimur hæfnisflokkum neðar en stefnandi, og með brot af starfsreynslu stefnanda, er ólögmæt meingerð á æru og persónu stefnanda. [...]“

Ég verð að viðurkenna að ég hef samúð með lögfræðingnum sem þurfti að vesenast í því að sækja um starf og lenda síðan í því að maður með minni reynslu var ráðinn. En að bæturnar hafi verið jafn háar og stúlkurnar fjórar fengu samanlagt þykir mér umhugsunarvert. 


mbl.is Fimm ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta sýnir bara eins og svo margir aðrir dómar, hve illa statt íslenskt réttarkerfi er, samtryggingarkerfi sem byggir á stéttarskiptingu, vinatengsla, kunningsskapar og annað í þeim dúr.

Íslenskir dómstólar eru smitaðir af flokkadráttum, pólitík og eru án efa rammbundnir inn í spillingu stjórnmálanna.

Réttlæti á íslandi er í mörgum dómum fótum troðið og ekkert annað til að útskýra það, nema það eitt að einhver tengsl eru milli dómara og lögfræðinga eða leikmanna í dómmálum.  Hæstiréttur er engin undantekning, þar á bæ er mikil pólitík og hægt að fletta upp dómum sem eru svo rammpólitiskir og illa rökstruddir eða skoðaðir að í raun ætti að leysa þennan dóm upp og finna annað úrræði til að koma á lög og rétti sem byggja má á. 

Einnig, sá seinagangur og þumbaraháttur sem viðgengst í málum útrásarvikinga og atlögu þeirra að Íslensku þjóðinni er til háborinnar skammar , að engin skuli enn vera ákærður, engin komin í gæsluvarðhald, engin settur í farbann og engar eignir kyrrsettar.
Það þarf ekki að lesa marga dóma eða lög og reglugerðir, til að verða alveg orðlaus yfir ruglinu sem við erum föst í. 

Hér á landi viðgengst orðið bara helvitis bull og aumingjaskapur sem við erum vitni að alla daga í þjóðfélaginu, skítsháttur og vanvirðing við heilbrigða skynsemi og getuleysi við að viðhalda réttlæti gegn rökleysu, heigulsháttar og hreinlega heimsku þeirra sem eru löglærðir en fara illa með sína þekkingu í eigin þagu á kostnað réttlætisins. 

Gunnar (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 17:27

2 identicon

Þetta eru mjög athyglisverðar ábendingar hjá þér og gæti ég ekki verið meira sammála þér athugasemdir þínar með upphæðina til handa tjónþolum.  Gott og mikilvægt að hefja þessa umræðu á hærra stig og plan en verið hefur.  Þetta er algerlega ólíðandi að setja ólögráða börn í neðri flokk en fullorðna hvað miskabætur varða og hvað þá í svona alvarlegum málum sem þessum. Mjög góðir punktar hjá þér og er þetta umræða sem rata þarf meira í fjölmiðla á vönduðum nótum en ekki aðeins sem bloggumræður, þetta eru mál sem snerta okkur velflest , sérstaklega okkar sem eigum börn og þeirra almennt sem láta sér svona mál varða.

Guðrún (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 18:15

3 identicon

Mér hefur alltaf fundist hugarfar dómstóla vera það að eftir því sem málin standa nær viðskiptalífinu og fjær tilfinningum þá hafi peningar meira vægi.

Þessi samanburður hjá þér setur hlutina algjörlega í samhengi og það er sorglegt að vita að í héraðs- og hæstaréttardómstólum skuli vera svona erfitt að finna fólk með tilfinningar.

Jón Flón (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 21:29

4 Smámynd: Jón Magnússon

Góð ábending Oddgeir. Nauðsynlegt að vekja athygli á þessu.

Jón Magnússon, 5.5.2010 kl. 21:40

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þessa færslu, góð og mjög svo þörf ábending.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.5.2010 kl. 23:45

6 identicon

Þar sem ég sat í makindum mínum og las þessa frétt þá fylltist ég viðbjóð!  Ég hef alldrey tjáð mig opinberlega á þeim skaða sem ég varð fyrir árið 1985 þar sem ég var búsett á hervelli á Hawaii, en mun að hluta til gera þar hér og nú.  Ég var ekki barn þegar ég var misnotkuð " Hrottarlega" af 3 mönnum kynferðislega, ég var ung kona.  Það þýddi ekkert fyrir mig að biðja um bætur, þar sem ég var að kæra " Herinn" ekki mennina.  Í dag veit ég !!  Að mér myndi ekki líða betur ef ég hefði fengið einhverja peninga.  Þetta er sár sem mun aldrey græða.   3 ár í fangelsi er " Ekkert". Hvað er að ????  Manneskja sem eyðileggur "Barn" um alla framtíð! Það er manneskja sem á aldrey að líta dagsins fallega ljós!!! 

Sigríður Hallgrímsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 01:18

7 identicon

Afsakið 5 ár !!!  veit ekki afhverju 3 ár sat svona fast í mér.  Þetta er skelfilegt.

Sigríður Hallgrímsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 01:26

8 Smámynd: Guðmundur Pétursson

5 ár fyrir fjórar nauðganir,  þar á meðal á börnum.  15 mánuði fyrir hverja nauðgun, situr af  sér 10 mánuði.  Þetta er náttúrulega brandari en sínir hversu spillt og rotið þetta land er á öllum sviðum.  Þarna eru dómstólar að senda skýr skilaboð um að það að nauðga barni sé minniháttar glæpur sem hæfilegt sé að refsa  með 10 mánaða fangelsi.

Guðmundur Pétursson, 6.5.2010 kl. 02:11

9 Smámynd: Sporðdrekinn

Nákvæmlega!

Sporðdrekinn, 6.5.2010 kl. 04:23

10 identicon

Þessi umræða skýtur alltaf upp kollinum og ég er á vissan hátt sammála framansögðu en svo læðist að mér þessi hugsun að verið sé að bera saman epli og appelsínur, þetta séu einfaldlega ólíkir málaflokkar með ólíkum lögmálum, skiljið þið hvað ég á við?

Arngrímur Eiríksson (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 09:12

11 identicon

Þetta er með ólíkindum!!  Hvað ætli þurfi til þess að dómstólar átti sig á alvarleika nauðgana og barnaníð?  Ætli þessir menn sem þarna sitja hefðu dæmt öðruvísi ef þetta hefðu verið dætur þeirra eða barnabörn sem áttu í hlut?  Ætli þeim hefði þá fundist ásættanlegt að greiða þeim örfáa hundraðþúsundkalla í bætur fyrir svona gróf brot sem mun sitja á sál þeirra alla ævi?  Og hvaða skilboð er verið að færa börnum og unglingum þessa lands?  Að það sé ekkert svo hrikalega refsivert þegar það er ráðist á þau og brotið á þeim?  Eiginlega bara miklu minna mál en að hvítflibbi fái ekki starfið sem hann sótti um?

AB (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 09:42

12 identicon

"... en svo læðist að mér þessi hugsun að verið sé að bera saman epli og appelsínur, þetta séu einfaldlega ólíkir málaflokkar með ólíkum lögmálum, skiljið þið hvað ég á við?"

Það er einmitt málið. Hvítflibbaafbrot virðast því miður hafa meira vægi fjárhagslega heldur en tilfinningalegt tjón, því tjónið þykir auðveldara að sanna. Þessi samanburður er algjörlega sanngjarn, ef þú spyrð mig.

Jón Flón (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 10:14

13 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Arngrímur Eiríksson: Ég er sammála þér í því að það fyrsta sem manni dettur í hug er að það eigi á einhvern hátt önnur sjónarmið við í þessum tveimur málum við mat á miska. Hins vegar er ljóst að í hvorugu tilfellinu er verið að meta fjárhagslegt tjón heldur er miski bætur vegna ófjárhagslegs tjóns. Ég myndi  fagna því að fá að vita í hverju munurinn felst í mati héraðsdóms á miska í þessum tveimur málum og vonandi eru einhverjir sem geta bent mér á það. Ef maður les dómana þá má ætla að miskabæturnar í kynferðisbrotamálinu hafi verið ákvarðaðar í samræmi við dómafordæmi Hæstaréttar. Í vinnuréttarmálinu segir rétturinn að ekki njóti við dómafordæma.  

Oddgeir Einarsson, 6.5.2010 kl. 11:03

14 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Það er hins vegar mín skoðun að ef ekki eru fordæmi fyrir miskabótum í vegna ákveðinnar háttsemi þá sé það rétt lagatúlkun að dæma allavega ekki hærri miskabætur en samkvæmt fordæmum um miskabætur fyrir mun alvarlegri brot gegn bótakrefjanda. Þess vegna á ég von á því að Hæstiréttur lækki þessar bætur.

Oddgeir Einarsson, 6.5.2010 kl. 11:13

15 identicon

Þetta eru mjög alvarleg skilaboð sem dómstólar eru að senda út í þjóðfélagið. Hækka þarf refsingar við brotum sem þessum all verulega enda óhæfa að börn séu misnotuð með þessum hætti. Þetta er smánarblettur á dómskerfinu og þarf að leiðréttast hið fyrsta.

Magnús B Jóhannesson (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 14:51

16 identicon

Oddgeir, flott alvöru blog.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 16:02

17 identicon

Alveg sammála þér, Oddgeir, sbr. færslu mína hér 25. apríl sl.:

http://blog.eyjan.is/gislit/2010/04/25/domaradomur-fyrir-almenning/

Þar segi ég um bótaþátt málsins í lengri færslu (sem einkum tekur undir með dómaranum um stjórnsýsluþáttinn):

"Dómurinn telur brot á málsmeðferð og einkum efnisreglum (mati) leiða til hárra miskabóta; það er annað tveggja atriða sem ég tel hæpið í annars traustum dómi. Bæturnar eru hærri en dómaframkvæmd styður. Bætur fyrir gróf kynferðisafbrot hafa oft reynst mun lægri. Ég tek fram að ég vildi að bætur væru hærri. Ég býst hins vegar við að Hæstiréttur lækki þær a.m.k. Þessi ábending er fyrst og fremst lögfræðileg – en ekki vegna þess að ég telji sjálfur 3,5 millj. kr. miskabætur ofrausn.

Þær eru hins vegar – því miður – í algeru ósamræmi við dómafordæmi."

Og svo í lok færslu minnar:

"M.ö.o. er að mínu mati gott – m.a. fyrir almenning – að sakfelling náðist í þessu grófa valdníðslumáli. Hitt er verra að dómurinn fari á svig við íhaldssama dómaframkvæmd varðandi miskabætur til að bæta fyrir umdeilanlega niðurstöðu varðandi skaðabætur fyrir fjártjón."

Gísli Tryggvason (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband