tæknileg mistök

Þetta "like" mitt voru gríðarleg tæknileg mistök. Ætlaði að reyna að færa þessa frétt inn á facebook-ið mitt og úttala mig þar um hversu ósammála ég væri því að það ætti að hækka skatta til að fjármagna enn meiri eyðslu ríkissjóðs.

Sér í lagi var ég ósammála þar sem þetta ætti að gera í því  skyni að eyða jafn miklu og hin Norðurlöndin á meðan skuldir ríkissjóðs aukast og við getum varla greitt af vöxtunum af skuldum okkar, hvað þá höfuðstólinn.


mbl.is Vilja auka tekjuöflun ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við sósíalistar teljum það rétt að allir hafi sömu upphæð til afkomu. Þessvegna eigi allar tekjur manna að renna til ríkisins, sem svo úthluti þegnunum öllum sömu upphæð til framfærslu. Sömuleiðis að ríkið eigi allt íbúðarhúsnæði og það verði staðlað. Fjölskyldustærð verði einnig takmörkuð, sem og verði af manneldisráði ríkisins ákveðinn matseðill fyrir hvern mánuð ársins, og fái fólk úthlutað vissu magni af mat í samræmi við það, sama magn fyrir hvern einstakling. Það tryggir að allir fái að borða, og allir það sama og allir jafnt.

Sauradraugur (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 17:45

2 identicon

Mikið djö... líst mér vel á þetta kerfi, Draugur. Hvar getur maður keypt svona?

Grefill (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband