Spurningar um landsdómsmál

Stenst það ákvæði stjórnarskrár Íslands og mannréttindasáttála Evrópu (sem Ísland er aðili að og hefur lagagildi hér á landi) að einstaklingur (fyrrverandi ráðherra) yrði sakfelldur og gerð refsing í sakamáli þar sem sami aðili gæfi út ákæru skipaði meirihluta dómenda í máli hans? Alþingi gerir þetta tvennt, sbr. 1. og 2. gr. laga um landsdóm nr. 3/1963 og lögum um ráðherraábyrgð nr. 4/1963.

Í 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu segir: Þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti eða um sök, sem hann er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. […].“ Í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar segir: „Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. […].“

Stenst það ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu að heimila ekki þeim sem dæmdir eru af Landsdómi málskot til æðra dómstigs? Í 2. gr. 7. viðauka við MSE: „Hver sem sakfelldur er fyrir refsivert skal hafa rétt til að fá sakfellingu sína eða ákvörðun refsingar endurskoðaða af æðri dómstól.” Í lögum um landsdóm nr. 3/1963 er ekki að finna neina heimild til að áfrýja dómi landsdóms.

Eru refsiheimildir laga um ráðherraábyrgð nr. 4/1963 í samræmi við ákvæði 69. gr. stjórnarskrárinnar og 7. gr. mannréttindasáttmála Evrópu varðandi skýrleika refsiheimilda?


mbl.is Jóhanna beitti þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Refnsiheimildirnar skv. l. 4/1963 virðast í það minnsta vera miklum vafa undirorpnar. Eiga fyrrverandi ráðherrar ekki að fengið réttláta málsmeðferð? Það að Alþingi sé beggja vegna borðsins er ekki sæmamdi í réttarríki.

Guðmundur St Ragnarsson, 10.9.2010 kl. 15:41

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Oddgeir. Þetta er mjög góð færsla hjá þér.  Ég vakti athygli á því í færslum í gær að lagaákvæðin um Landsdóm væru ekki í samræmi við þá réttarþróun sem hefði orðið varðandi réttindi grunaðra manna og þeirra sem sættu ákæru. Þú bendir á mikilvæg atriði í því sambandi. Annað atriði er það að ákvæðin  um Landsdóm voru fyrst og fremst hugsuð í þeim tilfellum þar sem ráðherra gerðist sekur um valdníðslu eða önnur sambærileg brot í starfi eða gæfi rangar upplýsingar til þings. En það var aldrei hugsunin að það væri refsivert að vera lélegur ráðherra eða að ráðherra gæti bakað sér ábyrgð vegna þess að hann hefði ekki haft spádómsgáfu eins og mér virðist vera kjarninn í því sem hægt er að hafa uppi gagnvart þeim ráðherrum sem nú er verið að tala um að þingið kæri. 

Ég er hræddur um að sagan muni dæma þá sem að því kunna að standa ef af verður.

Jón Magnússon, 10.9.2010 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband