Kjaftæði jafnaðarmannsins

Þegar framleiðslufyrirtæki ákveða staðsetningu sína reyna þau að velja stað sem veldur þeim sem minnstum kostnaði. Oft eru flutningskostnaður og leiguverð stórir póstar. Fyrirtæki á landsbyggðinni borga jafnan meira í flutningskostnað en minna í leiguverð en fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Nú ætla sjálfkallaðir jafnaðarmenn að jafna einn liðinn í jöfnunni, þ.e. flutningskostnaðinn. Líklega munum við á næsta ári sjá jafnaðarmennina koma með jöfnunarstyrki vegna húsnæðiskostnaðar sem rennur þá aðallega til fyrirtækja í Reykjavík.

Auðvitað á ríkið ekki að leggja út í kostnað vegna þess að fyrirtæki verða fyrir mismunandi kostnaði eftir því hvat þau ákveða að vera. Ég hélt allavega að niðurskurðurinn, t.d. í heilbrigðiskerfinu, væri jafnaðarmönnum nógu erfiður til að ekki væri verið að ákveða nýjar ormagryfjur fyrir útgjöld til framtíðar samtímis.


mbl.is „Hvers konar kjaftæði er þetta?"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Hárrétt hjá þér Oddgeir. En þetta kjaftæði Kristjáns Möller hefur heltekið þjóðfélagið svo mikið að þess vegna erum við t.d. með jöfnunargjöld út um allt. Verst hefur það bitnað á framleiðendum í landbúnaði sem hafa ekki hagrætt vegna þessa m.a. og við erum með langdýrasta og óhagkvæmasta landbúnað í Evrópu en þyrftum alls ekki að vera það ef markaðslögmálin fengju að ráða.

Jón Magnússon, 18.12.2011 kl. 16:32

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Hafa markaðslögmálin einhverntíma gilt í gjaldskrám lögfræðinga?

Þórir Kjartansson, 18.12.2011 kl. 21:24

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hvernig er með lögfræðinga þurfa þeir þá ekki að hagræða líka, þeir eru ekki nema einn klukkutíma að éta undan hverri tvílembunni s.s. tvö þokkaleg lömb á tíman.

Ragnar Gunnlaugsson, 18.12.2011 kl. 22:12

4 Smámynd: Jón Þór Helgason

Jón,

hvers vegna eiga styrkir til bænda að hækka við að ganga í ESB?

Getur þú bent mér á samanburðarransóknir á landbúnaðarstyrkjum hérlendis og erlendis?

Jón Þór Helgason, 19.12.2011 kl. 00:16

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Markaðslögmál?  Á Íslandi?  Ertu frá þér?

Þetta snýst að svo miklu leiti um að sníkja styrki - nú, eða vera á einhverjum vetvangi þar sem engum gæðingum hefur tekist að hasla sér völl á undan.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.12.2011 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband