Eurovisionjárntjaldið

Spádómur minn er sá að ef skipt verður í vesturundankeppni  og austurundankeppni þá verði raunin sú að Vestur-Evrópulöndunum muni kjósa jafnt til austurs og vestur en Austur-Evrópulöndin muni halda áfram að kjósa aðallega hvert annað.

Ástæðan er m.a. sú að það er fullt af innflytjendum úr austri hér í vesturhelmingi álfunnar en minna um stóra hópa Vestur-Evrópumanna í austurhlutanum.

Niðurstaðan verður sú að vesturhlutinn nennir ekki að keppa við austurhlutann og gerir undankeppnina sína bara að aðalkeppni.

Þannig mun Eurovision takast að kljúfa Evrópu að nýju. Kannski þetta sé undanfari klofnings í alltof stóru ESB? Nei, nú er ég byrjaður að fabúlera of mikið...


mbl.is Breskur þingmaður krefst þess að Evróvisjón-kosningunni verði breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband