25.6.2007 | 22:45
Af tilskildum réttindum
Hver hefur hagsmuni af því að rafmagnið í álverinu sé í lagi? Er það eigandi álversins eða rafvirkjar sem ekki vinna þar?
Hverjum ætti þá að koma það við hvort rafvirkjarnir séu með tilskilin réttindi? Eigandi álversins eða rafvirkjar sem ekki vinna þar?
Rafiðnaðarsambandið vill láta rífa verk pólskra starfsmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mega þá ekki allir stunda lögfræði og vera dómarar.
Borgararnir ættu þá að fá að velja dómar í þeim málum sem snúa að borgurum því þeir hafa hagsmuni af því.
Grímur Kjartansson, 25.6.2007 kl. 22:59
Jú, Grímur, það finnst mér svo sannarlega.
Oddgeir Einarsson, 25.6.2007 kl. 23:04
Til þess að forðast misskilning, þá er ég almennt ósammála lögum sem veita fólki með tiltekna pappíra einkarétt á því að vinna tiltekin störf, hvort sem um er að ræða rafvirkja, lögmenn eða aðra.
Ef tveir einkaaðilar deila þá geta þeir samkvæmt núgildandi lögum komið sér saman um dómara sem ekki hefur háskólapróf og látið hann dæma í málinu. Þetta kallast gerðardómur. Hins vegar geta aðilar ekki ráðið því sjálfir hver flytur mál þeirra fyrir dómstólum ríkisins. Lögmenn hafa einkarétt á því. Ég held að fáir myndu leita til heimspekings til að flytja fyrir sig dómsmál en ég tel þó ekki rétt að banna fólki að ráð til sín þann málsvara sem það telur henta best.
Oddgeir Einarsson, 25.6.2007 kl. 23:11
Það þarf samt að fylgja eftir að menn hafi réttindi. Nema þú viljir fá fúskara i öll störf eins og þu virðist vera sjálfur.
Þessir menn eru með félagsleg undirboð þess fyrir utan og það verður að verja launakjör okkar sem lifum hérna í þessu dýra landi.
Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 23:55
"þá geta þeir samkvæmt núgildandi lögum komið sér saman um dómara"
Ég gat ekki betur séð að hvorki pólverjar né rafiðnaðasambandið voru sammála um eitt né neitt varðandi kaup og kjör eða framkvæmdir yfir höfuð.
Svo held ég að þú fengir lítið að málum upp á þitt borð ef 200 pólskir lögmenn byðu sína þjónustu fyrir 1/5 af þínum taxta.
nonni (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 00:34
Það er þá eins á komið með rafvirkjum og lögmönnum,þeir eru í lögvernduð starfi.
Ég skal taka dæmi væni.
Það slær út rafmagnið á skrifstofunni hjá þér,og lekaliðinn tollir ekki inni.
Þú veist náttúrulega ekkert hvað er í gangi,enda lærðirðu líka lögfræði ekki rafvirkjun.
Hvern hringirðu í ? Nonna frænda (hann vann nú einu sinni hjá Orkuveitunni reyndar í því að sópa götur og sjæna í kringum höfuðstöðvarnar!!!)hann pissaði einu sinni utan í rafmagnsgirðingu með straum á,þannig að hann hlýtur að vita eitthvað um rafvirkjun.????
Eða löggildann rafverktaka.
Veldu núna!!!!!!!
Hverjum treystirðu betur.
Ragnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 02:17
Ragnar: Ég myndi líklega velja þann löggilda, nema ég hefði vissu fyrir því að hinn hefði næga getu, þrátt fyrir að hafa ekki löggildingu. Sé ekki þörfina á því að banna mér að velja.
nonni: Einungis ef ég væri betri lögmaður en sá pólski gæti það verið í þágu fólksins að fara til mín. Þar sem ég álít fólk almennt ekki vera vitleysinga treysti ég því til að velja. Hér má líka skjóta því inn að margt fólk leitar sér ekki aðstoðar lögfræðings vegna kostnaðar, þannig að sumir myndu velja út frá verði fremur en gæðum. Skoðanir mínar í þessu máli eru byggðar á prinsippi en ekki eigingjörnum hvötum. Alveg eins og ég nýt sjálfur góðs af reykingarbanni en er mjög á móti þeim lögum. Alveg eins og ég myndi hagnast af lögum sem skylduðu aðra að greiða mér peninga en ég myndi líta á slíkt sem óréttlát lög.
Arthur: Ég á ekkert svar við þeirri snilldarröksemd að ég sé fúskari :)
Oddgeir Einarsson, 26.6.2007 kl. 09:52
Svo virðist sem menn á þessum svarhala hafi aldrei verslað ódýru skinkuna í Bónus og velji alltaf þá dýru hvers gæði eru "tryggð".
Geir Ágústsson, 3.7.2007 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.