Hlekkjun á kostnað skattgreiðenda

Fram kemur í fréttinni að 10 lögreglumenn séu á staðnum.

Lögreglan hefur takmarkaða fjármuni til að rannsaka líkamsárásir, nauðganir og barnamisnotkun.

Hvar ætli það komi niður á lögreglunni í þetta skiptið að þurfa að eltast við fólk sem hlekkjar sig við hluti?


mbl.is Mótmælendur hlekkja sig við tæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Heldur þú að þetta fólk pæli í því, þeim er sjálfsagt nákvæmlega sama

Huld S. Ringsted, 18.7.2007 kl. 17:09

2 Smámynd: Sigurjón

Þetta er skandall!

Sigurjón, 18.7.2007 kl. 17:33

3 identicon

Er þér alvara með að reyna að kenna mótmælendum um að lögreglunni skorti fjármagn? Ættirðu ekki að reyna að glugga í lögfræðina aðeins betur því að ég held að þar kæmistu að því að í landinu er lýðræði og þar af leiðandi skoðana og tjáningafrelsi og fólki frjálst að mótmæla því sem það vill.

Mótmælandi (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 22:19

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Kæri mótmælandi,

Það skiptir engu máli hvað lögreglan fær mikið fjármagn á meðan hún er að eyða tíma, orku, mannskap og þolinmæði í að týna fólk af eigum ANNARRA.

Þér er frjálst að mótmæla því sem þú vilt og segja það sem þú vilt. Þú hefur hins vegar engan rétt til að spilla eða nýta eigur annarra í leyfisleysi, ekkert frekar en aumasti þjófur hefur "rétt" til að brjótast inn heima hjá ÞÉR.

Geir Ágústsson, 19.7.2007 kl. 08:22

5 Smámynd: Ragnar Fletcher Markan

Óviðkomandi færslunni þinni, þá skildir þú þetta eftir hjá mér um daginn 

"Fíkniefnin drápu engan frekar en skórnir sem spörkuðu í hundinn eða íþróttataskan sem hann var í. Það voru mennirnir sem spörkuðu og sá sem neytti eiturlyfjanna sem voru gerendurnir."

Ég vona að þú hafir ennþá mikla samúð með hundinum og eiganda hans- því ég hef enga, nákvæmlega núll. Mér finnst líka leiðinlegt að þú lítir á neytendur fíkniefna sem sakamenn en ekki dreifingar- og innflutningsaðilana, sem eru rót vandans. Ekki hengja bakara fyrir smið...

Ragnar Fletcher Markan, 25.7.2007 kl. 11:14

6 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Ragnar:

 1) Hvar í tilvitnuðum texta kemur fram að ég líti á neytendur fíkniefna sem sakamenn?

2) Ég notaði hundaspark sem líkingarmál eins og sést á tilvitnuðum texta en ég hef aldrei lýst yfir neinni samúð með hundi eða eiganda hans. Ef hundasparkið hefði í raun átt sér stað skammast ég mín þó ekkert fyrir samúð sem ég kynni að hafa fyrir viðkomandi aðilum.

Oddgeir Einarsson, 30.7.2007 kl. 16:16

7 identicon

Mér finnst líka leiðinlegt að þú lítir á neytendur fíkniefna sem sakamenn en ekki dreifingar- og innflutningsaðilana, sem eru rót vandans.

Hvernig geta seljendur og innflutningsaðilar verið rót vandans. Frá upphafi mannkyns hefur maðurinn neytt vímuefna. Seljendur vímuefna eru ekki að skapa vandann heldur einungis að svara eftirspurn. Það heyrist sjaldan að ÁTVR sé rót alkóhólisma. Það sama gildir um önnur eiturlyf. Það er einfaldlega mikið upp úr því að hafa að selja eiturlyf, en einnig áættusamt. Án neytandanna væru engir seljendur. Í þessum málum kemur eggið klárlega á undan hænunni.

Fabrizio Kjartanelli (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband