21.8.2007 | 13:20
Tvennt mér óskiljanlegt um hvalveiðar
Það er tvennt varðandi hvalveiðar sem ég fæ seint skilið.
Annars vegar var það þegar Paul Watson sökkti hvalveiðiskipum árið 1986 að mig minnir. Mér finnst eins og ég hafi alltaf heyrt talað um að hann hefði verið sendur úr landi í kjölfarið. Af hverju var hann ekki ákærður fyrir eignaspjöll? Vinsamlegast segið mér þessa sögu ef þið kunnið.
Hins vegar eru það rök sem stundum heyrast um að það verði að vera til markaður fyrir hvalkjöt til þess að ástæða sé til að leyfa hvalveiðar. Hvað ef fólk hætti alveg að kaupa mysu, yrði mysa þá bönnuð með lögum í kjölfarið?
Watson segist áfram vera í viðbragðsstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vill einhver endilega koma með söguna af Paul Watson? Mig langar líka að vita...og sem fullvalda og sjálfstæð þjóð, hlýur okkur Íslendingum að vera í sjálfs vald sett hvernig við förum með náttúruauðlindirnar okkar. Enginn kvartar þegar við slátrum hænum, kálfum og loðnu, svo hvers vegna er hvalurinn svona ofsalegur þyrnir í augum trjáknúsara?
Þorvaldur Arnarsson (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 14:15
Mig minnir að Paul Watson hafi ekki verið handsamaður fyrr en ári síðar, er hann kom (aftur?) til landsins og það hafi skort sönnunargögn sem sýndu fram á að hann hafi persónulega tekið þátt í hryðjuverkunum. Því hafi honum verið sleppt án þess að nokkur kæra hafi verið útgefin, en hann hafi þó samt verið lýstur persona non grata eða hvernig sem það er nú stafsett.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 15:03
Penn & Teller voru með nokkuð góðan þátt um þetta en ég á hann því miður ekki.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.