Stóra litla ísskápsmálið

Eftir að yfirvöld boluðu dagdrykkjumönnum úr Keisaranum við Hlemm með því að kaupa staðinn og loka honum og síðan úr Kaffi Austurstræti með því að veita staðnum ekki tilskilin leyfi hefur eflaust fjölgað eitthvað fólki sem sötrar á götum Reykjavíkur. Síðan úthlutuðu yfirvöld heimilislausum mönnum húsnæði í göngufæri við vínbúðina, í Austurstræti þ.e. í Njálsgötu.

Í þessari vínbúð er lítill ísskápur að baka til þar sem maður hefur getað gengið að köldu hvítvíni vísu og stundum reyndar fengið bjór undir stofuhita. Ég dreg í efa, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að ástæðu þess að óreglufólk er í miðbænum sé að rekja til þessa litla kælis. Hvaða hópur ætli það sé sem hitastig bjórs hefur mest áhrif á? Ætli dagdrykkjumenn götunnar streymi nú inn á Kaffi París og panti sér ískalda bjóra í glasi á 600?

Borgarstjórn (þ. á m. borgarstjórinn) hefur margs konar valdheimildir. Valdheimildirnar ráðast af lögum. Meðal annars hefur borgin vald til að ákveða hvort heimili óreglumanna sé staðsett í miðbænum eða ekki. Borginni, hvað þá borgarstjóranum, hefur hins vegar ekki verið falið að fjalla um þjónustu ríkisstofnanna á borð við ÁTVR. Skoðanir Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar á því hvernig þjónustan eigi að vera eru því einungis skoðanir eins almenns borgara af mörgum og eiga ekki að hafa meiri áhrif en skoðanir annarra.

Þess vegna var fráleitt hjá ÁTVR að fjarlægja litla ísskápinn að beiðni Vilhjálms.


mbl.is Kælirinn fjarlægður úr vínbúðinni í Austurstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum sammála og ég bloggaði um það.

Stefán Bogi Sveinsson (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband