Hvernig hafa þessi 10% bandaríkjamanna það?

Það vantar grundvallaratriði málsins í fréttina, hvernig bandaríska hagstofan skilgreinir fátækt.

Skilgreiningin ræður úrslitum um hvort 10% fátækasti hlutinn sé kallaður, fátækur, illa launaður eða moldríkur. Mig minnir allavega að það séu til a.m.k. tveir mælikvarðar á það sem kallað er fátækt í heiminum.

Til að komast að því hvort fátækt bandaríkjamanna sé algengari en meðal annarra þjóða þyrfti síðan að nota sömu skilgreiningu á fátækt á önnur lönd.


mbl.is Ríflega tíundi hver Bandaríkjamaður býr við fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góður punktur...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.8.2007 kl. 12:48

2 identicon

Fátæktarmörk í BNA eru $20.444 á hverja fjögurra manna fjölskyldu eða rétt um $1.700 á mánuði. Það kostar mig og konuna mína sem lifum tiltölulega sparlega með tvö börn, erum í mjög ódýru húsnæði, með niðurgreitt barnaheimilispláss, ókeypis sjúkratryggingu, höfum borgað bílinn og höfum ekki kapal rétt um $4.000 á mánuði að búa hérna. Þannig að vera undir fátæktarmörkum í BNA merkir fyrir fjögurra manna fjölskyldu að hafa $2.300 minna á milli handanna en þú þarft til að geta lifað af mánuðinn.

Halldór Elías Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 15:58

3 identicon

1700$ virðist ekki mikið en ég þekki nú ekki hvað það kostar að búa í USA, ætli það sé ekki mismunandi milli fylkja? Annars finnst mér svona fátæktraskýrslur gjarnan illa túlkaðar af fjölmiðlum sem eru að leita æsifrétta. Slíkt viðhorf fjölmiðla tekur fókunsinn frá vandamálinu og kallar á skyndilausninr sem hjálpa engum. Got dæmi um þetta skýrsla um fátæk börn á Íslandi sem var að vissu sæmilega unnin en niðurstaðan rangtúlkuð herfilega.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 22:34

4 identicon

Ég held að út frá upplýsingum Halldórs Elíass, sé óhætt að segja að við myndum skilgreina mun fleiri Bandaríkjamenn sem fátæka.  það er hinsvegar rétt hjá þér að þeir hafa það ef til vill ekki svo bölvað, ef þeir búa á suðlægum slóðum þar sem fer vel um heimilislausa og hægt er að finna ferskt sorp í tunnunum. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 17:21

5 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Gullivagnin: Getur þú bent mér á hvar ég sagði að þessir bandaríkjamenn hefðu það ef til vill ekki svo bölvað?

Oddgeir Einarsson, 6.9.2007 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband