Hvað er málið?

Ég finn mig knúinn til að leggja orð í belg um íslenskukunnáttu þjónustufólks.

Þótt ótrúlegt megi virðast þá gildir hér sama prinsipp og með reykingar í einkafyrirtækjum, t.d. veitingastöðum. Ef þú ert ósáttur við reykingar/tungumálakunnáttu á viðkomandi stað þá er ekkert að því að fara út á þeim forsendum. Í umræðunni er talað eins og það sé eitthvað slæmt eða móðgun við starfsmann ef viðskiptavinur yfirgefur verslun á þessari forsendu. Þvert á móti er þessi háttsemi mjög gagnleg til þess að sumir þjónustuaðilar sjái hag sinn í að mæta þörfum þessara viðskiptavina. Í tilviki hinna reyklausu þurfa þeir sem vilja þjónusta þann hóp bara að banna reykingar hjá sér. Í tilviku íslenskuunnendanna með fjárfestingum, annað hvort í íslenskukennslu starfsmanna eða ráðningu Íslendinga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já. Á hinn bóginn er fátt kjánalegra en að strunsa út af veitingastað eða verslun vegna þess eins að þjónn eða afgreiðslumaður ávarpar mann ekki á íslensku. Kannske er það ekki hugsað sem móðgun og kannske er ekki ætlunin að vera með dónaskap - en starfsmaðurinn upplifir þetta samt sem dónaskap. Og fátt er skítlegra (af sjónarhóli starfmanns í þjónustustarfi) en dónalegir kúnnar. Nema ef vera skyldi sóðalegir kúnnar - en sóðaskapur þegar maður er gestur er eins konar dónaskapur.

Það hlýtur að vera hægt að koma þeirri löngun til skila, að maður vilij fá afgreiðslu á íslensku, öðruvísi en að setja upp fýlusvip og fara. Að maður tali nú ekki um asnana sem fara í kerfi ef afgreiðslan talar íslensku með einhvers konar hreim (hvort sem er finnskum, baltískum, eða ítölskum).

Mikið væri nú annars gaman að hafa efni á að opna og reka ekta rómverskan veitingastað - þar sem einungis væri töluð latína, allir matseðlar á latínu, &c. - bara til að svekkja lúðana sem vilja fá alla sína þjónustu á íslensku. Í alvöru talað - hvers lags maður er maður ef hann getur ekki gert sig skiljanlegan á latínu?

Þorsteinn (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 15:32

2 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Sammála Þorsteinn. Það er hægt að gera alla hluti á kurteisan og dónalegan hátt og allt þar á milli. Það er ekki það sem ég var að tala um. Það eitt að yfirgefa verslun vegna þess að maður vilji frekar eiga viðskipti þar sem varan/þjónustan er öðruvísi telst ekki dónalegt.

Oddgeir Einarsson, 28.9.2007 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband