1.10.2007 | 11:17
Siðferðisleg spurning
Ef sóðinn A vill elda mat handa B, sem sættir sig vel við sóðaskapinn, hvaða siðferðislega rétt hefur C á því að skipta sér af því? (báðir lögráða einstaklingar).
Eins og með allar gæðakröfur eiga þær að koma frá þeim sem málið varðar, þ.e. kaupandanum. Ef kaupendur vilja ekki hamborgara nema vera öruggir um ákveðið hámarksmagn örvera þá opnast markaður fyrir fyrirtæki sem gefa hamborgarastöðun vottorð ef þau eru undir mörkunum. Með þeirri aðferð borga ekki aðrir en hamborgaraæturnar fyrir heilbrigðiseftirlitið, kæri þær sig um heilbrigðið yfir höfuð.
Margir skyndibitastaðir uppfylla ekki kröfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta finnst mér mjög sérstök viðhorf til málsins. Er ekki heilbrigðiseftilitið umboðsmaður neytandans í þessu máli. Þótt svo þú borðir ekki hamborgara á skyndibitastöðum, þá sinnir einmitt þessi sama stofnun eftirliti með slátturhúsum og öðrum stöðum sem sjá kjörbúðum fyrir vörum. Og erum við ekki öll þ.a.l. að borga fyrir að heilbrigðiseftirlitið sé að ganga eftir þessum málum í gegnum skatta. Ég hef trú á því að við þurfum öll að borða og öll höfum við því not fyrir að heilbrigðiseftirlitið sé að ganga eftir þessum málum.
Persónulega finnst mér kerfið hjá Dönum mjög sniðugt. Þar er heilbrigðist og matvælaeftirlitið með broskallakerfi. Allar búðir eru skildar til að hafa seinustu skýrslu eftirlitsins sjáanlega og á þeim er merkt með misbrosandi brosköllum hversu gott eftirlitið er.
Birkir Örn Gretarsson (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 11:46
Já spurning, en ég myndi hinsvegar vilja fá að vita hvaða staðir þetta eru svo ég gætið sniðgengið þá! Kannski þá fara þeir að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum!
Guðbjörg (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 12:20
Ef sóðinn A vill elda mat handa B, sem sættir sig vel við sóðaskapinn, hvaða siðferðislega rétt hefur C á því að skipta sér af því?
Sóðinn A hefur ekki verið að láta B vita af því að hann sé sóði. Þar sem það skilyrði er ekki uppfyllt (upplýst samþykki) á spurningin varla rétt á sér... eða hvað?
Einar Jón, 1.10.2007 kl. 13:16
Birkir Örn: Einmitt útaf því hvað meirihlutanum þykir þetta viðhorf sérstakt þá er mikilvægt að það komi fram. Það er ekkert sjálfgefið að taka peninga af öllum til að kanna hvort gæðakröfum sumra sé fullnægt, þótt fáir hallmæli slíku kerfi.
Einar: Það eru mörg tilvik þar sem menn fara á sóðabúllur og sætta sig við það. Í því tilfelli á ég, þú eða ríkið endan rétt á því að skipta sér af því. Ef samið hefur verið um ákveðið stig hreinlætis þá er það samningsbrot að standa ekki við það. Það sama á við um aðrar gæðakröfur en hreinlæti.
Oddgeir Einarsson, 1.10.2007 kl. 13:38
En er heilbrigðiseftirlitið ekki að sinna öllum. Þótt svo að ekki allir noti skyndibitastaði, sinna þeir þá ekki líka eftirliti með matvælum í kjörbúðum? Það nota nú allir einhver matvæli og takmark heilbrigðiseftirlitsins hlítur að vera að fylgjast með því öllu!
Birkir Örn Gretarsson (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 13:58
Jafnvel þó það væri til stofnun sem héti Allsherjareftirlitið sem fylgdist með hverju smáatriði í lífi og samskiptum hvers einasta manns, og „þjónaði“ þar með öllum jafnt teldi ég tilvist stofnunarinnar ekki réttlætanlega.
Oddgeir Einarsson, 1.10.2007 kl. 17:23
Þegar skattgreiðendur eru þeir sem borga kostnað við heilbrigðiskerfið, er það nú bara víst þeirra hagur að hreinlæti sé í lagi svo fólk sé ekki að sýkjast að óþörfu sem kostar heilbrigðiskerfið pening. Annars skil ég ekki af hverju ég er að svara þér, þú virðist bara vera enn einn þröngsýni apakötturinn sem veður áfram í einhverri öfga frjálslyndisblindu og beitir útúrsnúningum um eitthvað allsherjar eftirlit til að reyna að færa rök fyrir sementsdrullunni sem vellur uppúr þér. Þarna er um algerlega óskylda og ólíka hluti að ræða, heilbrigðiseftirlit hefur ekkert með friðhelgi einkalífsins að gera ólíkt einhverju allsherjareftirlitskjaftæði. Nema þú hafir heyrt af heilbrigðiseftirlitinu rannsaka heimili, hefur þú heyrt af því?
Þú vilt kannski að íslendingar búi við sömu aðstæður og Bandaríkjamenn þar sem þeim sem ekki fæðast með nokkur seðlabúnt í rassgatinu er meinað um þjónustu sem þykir sjálfsögð hér á norðurlöndunum.
Áður en þú ferð að garga einhverja meiri steypu út í loftið vil ég benda þér á að ég er ekki andstæðingur frjálshyggjunnar, hún bara því miður virkar ekki eins og sér rétt eins og það er deginum ljósara kommúnisminn virkaði ekki jack shit. Ég vil ekki borga fyrir bákn eins og ríkissjónvarpið sem ég horfi nær aldrei á, en ég vil hafa gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu í landinu fyrir ALLA, það kemur bara niður á okkur seinna ef við hreyfum eitthvað við því. Þú vilt kannski bara flytja inn útlendinga í staðinn fyrir fólkið sem sálaðist ef ekki væri fyrir afbragðs heilbrigðisþjónustu? Já maður spyr sig.
Kristinn Magnússon (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 18:40
Ekki ætla ég að fara að drullumalla eins og síðasti viðmælandi sem fór reyndar um miklu víðari völl en ég fjallaði um í mínum færslum. Ég fagna því hins vegar þegar fólk opinberar virðingar- og skilningsleysi sitt fyrir skoðunum annarra. Eins og flestir læsir menn sáu var ég ekki að tala um heilbrigðiskerfið sem slíkt heldur eftirlit með vörugæðum, í þessu tilviki magni örvera í hamborgurum.
Ég var heldur ekki að ræða um friðhelgi einkalífs þótt ég hafi tekið dæmi um ímyndaða stofnun sem þjónaði öllum. Ástæðan fyrir að ég notaði Allsherjareftirlitið sem líkingu við heilbrigðiseftirlitið var sú að ég álít heilbrigðiseftirlitið ekki þjóna öllum, en jafnvel þó til væri stofnun sem þjónaði öllum (með því að fylgjast með öllu í lífi og samskiptum manna en ekki bara því sem gerist í viðskiptum með hamborgara), þá væri slík stofnun ekki réttlætanleg. Réttmæti slíkrar eftirlitsstofnunar ræðst ekki bara af því að hún virði friðhelgi einkalífs og ég var ekki að ræða réttmæti hennar á þeim grundvelli.
Það er mín skoðun að löggjafinn eigi ekki að setja reglur um gæði á vörum sem einstaklingar skipta sín á milli. Slíkt eigi að fara eftir samningum aðila. Fólki að vera fjálst að borða hættulegan mat ef það vill, t.d. eins og brasaða hamborgara, sem geta valdið hjartasjúkdómum, og þá á ekkert eftirlit að koma í veg fyrir það. Ef í samningi um hamborgarakaup felst (sem skrifleg eða óskrifleg forsenda) að hann eigi að vera hollur eða örverulaus, þá er það samningsbrot ef hann uppfyllir ekki þær gæðakröfur.
Oddgeir Einarsson, 2.10.2007 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.