8.10.2007 | 23:22
Listin að vera með aulahúmor
Sem aðdáandi aulahúmors (orðaleikjakímnigáfu) langar mig að leggja orð í belg.
Ég er með þá kenningu að brandarar í þessum flokki verði annað hvort að vera mjög góðir eða mjög slæmir til að koma þeim efnaferlum af stað í heilanum sem leiða til ákveðinnar tegundar vellíðunar og stundum til hláturs. Meðalmennska á þessu sviði kemur engum í gott skap.
Ég skal taka dæmi.
Af einhverjum ástæðum telja knattspyrnulýsendur í sjónvarpi sig knúna til að slá á létta strengi af og til þessi misserin. Bjarni Fel var og er ekki í þeim pakka. Oft eru þetta athugasemdir þar sem lýsandinn hefur komið auga á grunnhráefnið í aulahúmor, sem er fleiri en ein möguleg merking sama orðs. Lýsendurnir kunna hins vegar lítið að vinna úr hráefninu og skella því svo til algerlega óunnu framan í áhorfendur.
Ég get tekið tvö dæmi um þetta í síðasta leik sem ég horfði á og Hörður Magnússon lýsti, Manchester United gegn Wigan Athletic á laugardaginn. Það fyrra var þegar leikmaður United, Danny Simpson hafði gert vel og þulurinn sagði eitthvað á þessa leið: Danny Simpson búinn að vera góður, hann er þó ekki í Simpson fjölskyldunni. Hér gætir þulurinn sig á því að tengja svo illa saman þær tvær hugmyndir sem hann taldi að nafnið Simpson myndi vekja í hugum áhorfenda að athugasemdin verður hreint óbærilega fyndin. Betri tenging, eins og Simpson er búinn að skemmta áhorfendum í dag bæði hér á Sýn og á Stöð 2, hefði falið í sér meðalmennsku en ekki komið af stað neinum skemmtilegum efnahvörfum í heilanum. Það, að tilkynna að Danny Simpson sé ekki í Simpson fjölskyldunni er hinsvegar óborganlegt. Hér á lýsandinn mikið hrós skilið fyrir hugrekki sem þarf til að segja nógu slæman aulabrandara til að hann sé fyndinn.
Hitt dæmið í úr sama leiknum var þegar leikmaður Wigan, Valencia að nafni, var með knöttinn. Eins og margir vita er borg á Spáni sem heitir Valencia og þar leikur lið sem ber nafn borgarinnar. lýsandinn var ekki lengi að koma auga á þessa tengingu og sagði: Valencia er með boltann, þó ekki liðið.
Sjálfur næ ég mér sjaldan upp úr meðalmennskunni þegar kemur að aulahúmor en vona að ég falli þeim mun oftar niður úr henni.
Athugasemdir
Mér fannst nú fyndið að hann hafi talið þetta fyndið...
Oddgeir Einarsson, 9.10.2007 kl. 13:00
Sveinn,
Mér leiðist að lesa athugasemdir frá þínum líkum, þ.e. mönnum sem líkjast þér, en ekki dauðu fólki sem þú átt. Þú virðist vera sú týpan sem hefur svipað ímyndunarafl og munntóbaksdós, rífur kjaft út af öllu og agnúast út í allt, sbr. bloggsíðan þín. Á síðunni þinni ertu að míga utan í fréttir sem birtar eru á mbl.is. Persónulega finnst mér þetta vera sístu bloggin. Hverstu erfitt er að halda úti bloggsíðu með því að vitna í eitthvað og segja skoðun sína á því?
Þú reiðir ekki vitið í þverpokunum, gerðu eitthvað í því... þetta á enginn maður að þurfa að líða.
Tussi Tussuson (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.