Röksemdir í áfengissölumálum

Þegar frelsissviptingarsinnar mæla fyrir enn einni frelsisskerðingunni þá vísa þeir iðulega til þess að æskilegt sé að hafa reglurnar okkar eins og „í löndunum sem við berum okkur saman við“. Ég veit ekki betur en bjór og léttvín sé víðast hvar í Evrópu selt í búðum (gætu þó verið einhverjar undantekningar á þessu). Af hverju telur þetta fólk ekki að röksemdin um reglusamræmið eigi eins við hér?

Persónulega tel ég þá staðreynd eina að Ísland sé með strangari reglur en aðrar þjóðir ekki rök með því að leyfa bjór og léttvín í búðum. Rökin með því eru óhagganleg réttlætisrök sem væru gild jafnvel þótt áfengi væri með öllu bannað allsstaðar annars staðar í heiminum. Rökin eru einfaldlega þau að ef hvorki kaupandi né seljandi er þvingaður til viðskipta sé rangt af þriðja aðila að koma í veg fyrir viðskiptin með valdi, hvort sem þriðji aðilinn er einn maður, margir eða fulltrúar margra manna (alþingismenn).

Til að forðast algengan misskilning þá veit ég alveg af rökum gegn þessu um að aukið aðgengi að áfengi kunni að auðvelda sumum að skaða sig með neyslu þess. Það breytir engu um að rökin með auknu frelsi standa óháð reglum annarra landa.


mbl.is Léttvín og bjór í búðir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Úff þetta var alltof flókin röksemdafærsla! Hvað finnst Ingibjörgu Sólrúnu persónulega um málið? Eða Geir H. Haarde? Um leið og ég veit það þá get ég myndað mína skoðun.

Geir Ágústsson, 10.10.2007 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband