Múghyggjustjórnin

Það er vert að leiða hugan að því þegar „nýji“ meirihlutinn tilkynnti um félagshyggjustjórn hvort um nokkra breytingu sé að ræða. Útsvarið er í toppi og ekki man ég eftir því að staðið hafi til að lækka það. Þvert á móti þá sá Sjálfstæðisflokkurinn til þess að hverrri krónu væri eytt, þ. á m. í strætókort og auknum niðurgreiðslum á leikskólagjöldum. Fráfarandi borgarstjóri var alls ekki fastur í neinni „menntaskólafrjálshyggju“ eins og verðandi borgarstjóri kallar það, en frjálshyggja felst m.a. í að virða frelsi einstaklinga til að gera hvaðeina sem brýtur ekki á rétti annarra. Þetta gerði fráfarandi borgarstjóri með glæsibrag þegar hann formælti veru fólks hér á landi sem stundar lögmæta atvinnu í sínu heimalandi sem honum líkaði ekki við (klám- eða erótíkurkvikmyndagerð). Einnig stóð hann sig vel í félagshyggjunni (eða múghyggjunni) þegar hann fékk því framgengt á einhvern óskiljanlegan hátt að lítill ísskápur yrði tekinn úr sambandi verslun ÁTVR í Austurstæti.

Sem hægrimaður fagna ég nýrri borgarstjórn. 

 


mbl.is „Fyrrum minnihluti bjargaði Birni Inga fyrir horn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband