24.10.2007 | 11:59
Hörmulegt aðgengi
Í kjölfar áfengisfrumvarpsins hefur forsjármaskínan farið í gang. Nú keppist vel meinandi fólk við að útlista hversu gott fyrirkomulagið er núna í umsjá ÁTVR. Aðgengið og þjónustan sé með besta móti og hafi batnað mjög á undanförnum árum.
Hvar hafa þessir aðilar verið, sem spá dauða og hörmung með auknu aðgengi að bjór og léttvíni, þegar aðgengi ÁTVR hefur verið stóraukið í gegnum árin?
Af hverju hefur ekki heyrst eins mikið frá baráttu þessara aðila fyrir verra aðgengi að áfengi í verslunum ÁTVR öll þessi ár?
Eru hörmungarnar sem leiða af auknu aðgengi hjá ÁTVR betri en hörmungarnar sem leiða af því aukna aðgengi sem felst í að bjór fari í almennar búðir?
Athugasemdir
Það kom þá að því að við værum sammála -litli bróðir
Harpa
Harpa (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 15:32
Gaman að sjá þig hér systir góð. Þið komist nú ekki í neina vínbúð þarna í Njarvík vænti ég
Oddgeir Einarsson, 24.10.2007 kl. 21:54
En heldur þú ekki að úrval á rauðvíni gæti minnkað? Það er allavega slakara í matvörubúðum á Spáni, Frakklandi og í Englandi. Rauðvín og annað vín er reyndar ódýrara þar og hægt að kaupa það næstum hvar sem er og hvenær sem er. En Ríkið stendur sig vel í úrvalinu. Lengjum bara opnunartímann. Annars þurfum við kannski að velja á milli fimm vinsælustu tegundanna í flestum búðum og fara svo í gúrmevínbúðina í Kringlunni til þess að kaupa betri vín. Og hver vill fara í Kringluna, OJJJ.
Venga!
HRG.
Hjalti Rafn Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.