Óvæntur stuðningsmaður frelsisins

„Ég vil ekki skerða frelsi út frá undantekningum, hvorki ferðafrelsi né annað“

Ofangreind ummæli lét viðmælandi Egils Helgasonar falla í Silfri hans í dag. Sem stuðningsmanni frelsis er ég hjartanlega sammála ummælunum. Flestir myndu ætla að svona mæltu aðeins „öfgafrjálshyggjupostular“ eða einhverjir þaðan af verri.

Í löggjöf okkar er að finna ótal skerðingar á frelsi allra vegna undantekningartilvika. Sem dæmi um þetta er takmörkun á aðgengi að áfengi (viðskiptafrelsi). Langflestir myndu ekki fara á fyllerístúr ef bjór kæmi í matvöruverslanir. Í undantekningartilfellum gæti einhver virkjað í sér alkann og dottið í það á gangstéttinni fyrir framan Bónus.

Löggjafinn hefur hingað til stutt að frelsi allra til að selja og kaupa áfengi hver sem er sé skert vegna undantekningartilvika sem upp kynnu að koma. Vinstri grænir eru eini flokkurinn á Alþingi hvers allir þingmenn styðja áframhaldandi frelsisskerðingu með hliðsjón af þeim undantekningartilvikum sem upp kynnu að koma.

Í því ljósi er það afar athyglisvert að það skuli einmitt hafa verið þingmaður Vinstri grænna, Atli Gíslason sem kvaðst í Silfri Egils í dag ekki vilja skerða neitt frelsi útfrá undantekningum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers konar kjaftæði er þetta eiginlega? Heldur þú að það sé til eitthvert frelsi án undantekninga. Með öðrum orðum þjóðfélagslegt frelsi verður alltaf að vera innan ákveðins ramma. Ramminn er undantekningarnar. Málið er bara hvar á að setja rammann. Eina frelsið sem er ekki háð ramma er andlegt frelsi. Viðskiptafrelsi er alltaf háð undantekningum, eða ramma. Hvar ramminn, segjum lagaramminn er lagður fer eftir löggjafans. Vissulega má deila um það mat. En ég er alveg hissa á manni sem vinnur við að skoða lagaramma að taka undir svona glamur stjórnmálamanns að "vilja ekki skerða neitt frelsi útfrá undantekningum".  Svona staðhæfingar eru einkennandi fyrir stjórnmálamenn sem vilja sýnast fyrir þjóðinni og eru að  búa sér til  ódýra  ímynd. Semsé  að höfða til heimskingjana.
Ætli þú og þingmaðurinn vilji þá ekki hækka löglegan hámarkshraða bifreiða upp í ca. 150km hraða á klukkustund, enda þótt líkur séu á að lítill minnihluti gæti farið sér að voða á þeim hraða? Eða gefa innflutning á öllum vörum til landsins, frjálsan, enda þótt mikill minnihluti myndi þá flytja inn eiturlyf.

Ég er orðinn þreyttur á endalausu kjaftæði frjálshyggjufáfræðinga um frelsi. Þessir fáfræðingar vilja gefa græðginni frelsi og peningavaldinu frelsi til að mergsjúga almenning. 

Guttormur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 22:34

2 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Þakka þér fyrir hulgleiðinguna Guttormur.

Ég er ekki hlynntur frelsi til þess að skaða aðra eða setja aðra menn í hættu. Ég er hins vegar fylgjandi því að lögráða einstaklingar megi setja sjálfa sig í hættu kjósi þeir svo. Á þessum grundvelli tel ég, rétt eins og Atli Gíslason orðaði það, að ekki sé rétt að skerða frelsi útfrá undantekningum.

Hins vegar tel ég rétt að banna fólki að aka innan um aðra á opinberum vegum á 150 km/klst. einsog þú tekur dæmi um. Ef um væri að ræða einkaveg sem enginn æki um án þess að vita af því að þar væri leyft að keyra um á allt að 150 km/klst., þá teldi ég ekki rétt að banna lögráða einstaklingum að aka um á slíkum vegi.

Varðandi hið endalausa kjaftæði frjálshyggjufáfræðninga um frelsi til peningavaldsins til að mergsjúga almenning, eins og þú orðar það, þá held ég að þetta sé mikil einföldun á hugsjónum fólks sem berst fyrir frelsi víða um heim. Frjálshyggja snýst ekki í grundvallaratriðum um krónur og aura heldur er það afleiðing frelsis að aukinn auður skapast í samfélögum. Frjálshyggja snýst í grófum dráttum um að hver fái að gera hvaða vitleysu sem hann kýs svo lengi sem hann neyði ekki aðra til neins eða brjóti gegn rétti þeirra á annan hátt. Viðskipti milli manna eru bara einn hluti af því hvernig nýta má frelsi.

Ég held samt að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af því að Atli Gíslason ætli sér að gefa græðginni og peningavaldinu frelsi til að mergsjúga almenning. Held hann vilji frekar láta ríkið sjá um það án þess að ég geti talað fyrir hans munn.

Oddgeir Einarsson, 18.11.2007 kl. 23:04

3 identicon

Skemmtilegt að sjá mann eins og Guttorm tala um fáfræðinga.  Hann segir t.d. að hann sé hissa á Oddgeiri því hann sé löglærður maður og eigi því ekki að taka undir svona ,,glamur" (sem mig grunar reyndar að hafi átt að vera ,,gjálfur" sem sýnir nú vel tök Guttorms á íslensku) stjórnmálamanns (sem er reyndar líka löglærður) því hann (Oddgeir) eigi að vita að það verði alltaf að vera einhvers konar rammi utan um allt því annars sé voðinn vís.  Og vísar þar t.d. í hraðatakmarkanir. ´

Ég sé Guttorm fyrir mér sem miðaldra eða gamlan mann, illa upplýstan og illa menntaðan, enda minna skrif hans helst á einhverja persónu Jóns Gnarr í Tvíhöfða, en hann sérhæfir sig í gömlum rugludöllum sem hringja í útvarpið með einhverja þvælu.

Það sem Guttormur s.s. ekki veit er að bæði Atli og Oddgeir, ásamt öllum öðrum sem lögfræði læra, eyða þó nokkrum tíma í að greina hvað frelsi raunverulega er, og má þar helst nefna stjórnskipunarrétt, þar sem vald löggjafans og stjórnvalda er skoðað ofan í kjölinn.

Guttormur heldur nefnilega að Oddgeir og Atli viti ekki að frelsi verður að setja skorður og er jafnvel sjálfur eignarétturinn háður ýmsum slíkum annmörkum, þ.e.a.s. maður getur ekki endilega ráðstafað eign sinni að vild, t.d. ef það fer gegn ríkari hagsmunum annarra í ákveðnum tilvikum.

Guttormur heldur í sinni miklu fáfræði og einfeldni að Oddgeir telji að engin takmörk eigi að setja og viti ekki að það eru takmörk á flestu og vitnar þar í hina ýmsu ramma og telur sig mikinn vitring(Guttormur).

En sannleikurinn er einmitt sá að ný löggjöf nú til dags færist fjær forræðishyggjunni en áður og það þykir ekki góð pólitík lengur að þykjast hafa vit fyrir sauðsvörtum almúganum og sá rammi sem talinn er góður og gildur er einmitt sá að svo lengi sem maður gengur ekki á rétt annars manns og veldur ekki öðrum óþarfa ónæði, skaða eða annars sem fólk er almennt sammála um að sé til hins verra, þá eigi sá maður að hafa fullt frelsi til þeirra athafna sem hann kýs.

 Þetta er oft skilgreint svona ,,það sem ekki er bannað með lögum, er leyfilegt" (innan eðlilegra marka, svo sem allsherjarreglu ofl.)

En það sem Guttormur vill hafa er oft skilgreint svona ,,það sem ekki er leyfilegt með lögum, er bannað" 

 Þess vegna finnst mér líklegt að Guttormur sé gamall og af ,,boða og banna kynslóðinni" þar sem afturhald, bönn, einokun, skammtanir ofl. í þeim dúr þótti sjálfsagt mál og allir sem voguðu sér að græða pening voru glæpamenn.  Afi kallaði alla sem högnuðust, glæpamenn.  Guttormur er nefnilega svo einfaldur að hann getur ekki séð hlutina fyrir sér öðruvísi en hann ólst upp við.  Almúginn í Rússlandi er skýrt dæmi um svona hugsunarhátt.  Hann var kúgaður og barinn af einræðisherrum (Romanov ættin) um aldir og var orðinn svo örvinglaður að hann reis upp gegn ógnarstjórninni og tók þá af lífi (Romanov ættina).  Þá var hann frjáls í augnablik og vissi ekki sitt rjúkandi ráð, þannig að hann gerði það eina sem hann kunni, bjó til nýja ógnarstjórn (Bolsévika) sem fór verr með hann er nokkru sinni.  Þeir vissu ekki betur, kunnu ekki að fara með frelsið og höfðu ekki hugmyndaflug til þess að nýta það heldur fóru bara beint í sama farið með tilheyrandi boðum, bönnum og kúgun.

 Þetta er greindarstig hænunnar, ég varð einu sinni vitni af því þegar nokkrir kassar af hænum duttu í gólfið og opnuðust í sláturhúsi nokkru, þær sem sluppu úr kössunum brunuðu út í buskann frelsinu fegnar og menn sögðu sem svo að fyrst þær náðu að sleppa ættu þær bara skilið að fá að lifa og voru ekkert að elta þær.  Daginn eftir þegar menn mættu í vinnu voru hænurnar komnar aftur og voru að vappa fyrir utan, þær voru svo vitlausar greyin að þetta var eini staðurinn sem þær könnuðust við sig og fóru því beint þangað aftur og út í opinn dauðann.

 Þetta er einmitt Guttormur, kannast bara við sig á einum stað og verður þar því alla ævi.

S. (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband