Rannsóknir takk

Feministar tala mikið um „rannsóknir“. Það væri gaman að sjá eina slíka þar sem borið væri saman hlutfall karla sem mæta í fjölmiðla af þeim beðnir eru að koma við sama hlutfall hjá konum. Hingað til hefur maður heyrt fjölmiðlamenn kvarta yfir því að erfitt sé að fá konur í viðtöl. Svo virðist sem feministar hafi staðfest það með framgöngu sinni.


mbl.is Konur sniðganga Silfrið í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef verið að reyna að fá svar við eftirfarandi spurningum en ekki fengið neitt enn sem komið er. En kannski einhver sem lítur hingað inn hafi útskýringarnar sem ég bið um á hreinu.

Verið er að loka atvinnustarfsemi í borginni, nánar tiltekið nektarstað. Rökin fyrir því að borgaryfirvöld banna tiltekna atvinnustarfsemi heyrði ég hjá borgarfulltrúanum Oddnýju Sturludóttur í gær í Silfri Egils: ólíðandi að líkami kvenna sé hlutgerður.

Fyrst það að verið sé að "hlutgera líkama" eru rökin fyrir því að yfirvöld bana atvinnustarfsemi, þá er ég ekki í nokkrum vafa um að borgaryfirvöld hafa í sínum ranni nákvæma skilgreiningu á því hvað átt sé við með "hlutgerfingu líkama".

En vissulega hefur borgaryfirvöldum láðst að gera þjóðinni grein fyrir því hver skilgreiningin sé á þessu mikilvæga atriði sem ræður því hvort fólki sé frjálst að starfa að sínu eða ekki. 

Ég óska hér með eindregið eftir þeirri skilgreiningu: hvað, nákvæmlega, felst í því að líkami sé hlutgerður?

Og þar með: hvers vegna telst súludans vera hlutgerfing líkama, fremur en segjum iðja ballettdansara eða hvers kyns annarra dansara, eða íþróttamanna eða geimfara.

Á meðan ég hef ekki mjög nákvæma, alþjóðlega viðurkennda skilgreiningu á því hvað í því felist að líkami sé hlutgerður hef ég óneitanlega nokkrar áhyggjur af því að líkami minn kunni að hlutgerast er ég sef.

 Verðu líkami minn hlutgerður er ég dey? Ætti ég því frekar að láta brenna mig en jarðsetja?

Það er mikilvægt að borgaryfirvöld útskýri af hverju, og að hvaða leyti, það sé slæmt að líkami sé hlutgerður.

Ennfremur þyrftu borgaryfirvöld að skýra - nákvæmlega - fyrir þjóðinni af hverju konu sem lætur þá slæmsku yfir sig ganga að vera hlutgerð skuli bannað það með lögum, en fólki almennt, jafnvel konum, leyft að ráða því sjálft hvort það láti hitt og þetta slæmt yfir sig ganga. Til að mynda Oddný í Silfri Egils: með heimskulegri og hræsnisfullri forræðishyggju sinni sem hún viðraði í Silfri Egils í gær (eflaust í grennd við einhverja súlu) gerði hún sér slæmt, því hún var jú með orðum sínum að rýra virðingu sína í augum fólks.

Kona eða maður sem dansa upp við súlu rýra hins vegar ekki virðingu sína í mínum augum. En það semsagt snerti beinlínis blygðunarkennd mína sem Íslendings að horfa uppá landa minn viðra svo viðurstyggilega forsjárhyggju.

Getur verið að sé allt í lagi að rýra virðingu sína með því sem maður segir en ekki með líkamstjáningu? Gæti það verið vegna þess að sumu fólki finnist hið líkamlega svo miklu mikilvægara en hitt sem tengist vitund okkar? -----------------------------------------------------------------------------------

Ég er að hlusta á Billy Holiday og held ég eigi að vera mjög hneykslaður: þetta er nefnilega ný útgáfa, og textarnir eiga meira og minna uppruna sinn í því þjóðfélagsástandi er konur létu menn fara með sig eins og karlmönnum sýndist, en þær voru alltaf þægar og góðar og fyirgáfu allt.

Óskandi væri ef Guðfríður Lilja eða einhver annar sjálfskipaður sérfræðingur í réttu og röngu myndi vekja máls á þessu fyrir mig á Alþingi, að það gangi ekki að hér á landi sé verið að selja diska með Billy Holiday. Því, eins og ég segi, ég er næstum algerlega viss um að ég eigi að vera mjög hneykslaður á því að diskar með Billy Holiday, fullir af vægast sagt karllægum sjónarmiðum, séu seldir, og vil fá staðfestingu á því frá þeim sem eru sjálfskipaðir sérfræðingar í réttu og röngu.

En ef femínístar og aðrir sjálfskipaðir sérfræðingar í réttu og röngu telja rétt að banna Billy Holiday og negrastrákana, af hverju þá ekki líka Biblíuna? Jafnvel í endurbættri gerð eru sum sjónarmiðin þar all rosaleg, ekki satt?

Og svo er eitt: ef tíðarandinn eftir hundrað ár metur skrif femínista vorra daga og, já, almennt skrif okkar ágætu sjálfskipuðu sérfræðinga í réttu og röngu sem argasta fasisma, verður þá líka rétt eftir hundrað ár að banna útgáfu á ritum þessa fólks?

Hjartans þakkir fyrir nákvæm svör frá einhverjum sjálfskipuðum sérfræðingi í réttu og röngu,

guðmundur bergsson (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 20:25

2 identicon

Þessi færsla og þær sem birst hafa við þessa frétt, eru bara enn eitt dæmið um það að karlmenn eru að reyna að halda niðri konum sem hafa skoðanir. Ég nenni ekki að líta oftar inn á þetta blog.

Bryndís (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 20:52

3 Smámynd: Ingi Braga

Þú þarft nú að passa þig Oddgeir, það er aldrei að vita nema að þú verðir bannaður!!  Það er hugsanlegt að borgarráð eða eitthvað af þessum jafnréttisiðnaði fái þá hugmynd að það sé ekki gott fyrir okkur hin að hafa opið fyrir þínar skoðanir. Þetta er orðið svo öfgakennt og ruglað að ég sé ekki fram á að þetta verði stöðvað með neinu móti. Allt venjulegt fólk er komið með ógeð á þessu femínista fasista bulli og mun þetta að mínu mati enda með skelgingum þegar við áttum okkur á því hvert við höfum verið leidd.  Eina vonin núna er að þau tortími sér sjálf með eigin hegðun framkomu og öfgum. Sagan hefur leitt það í ljóst að svona öfga rugludalla fólk tortímir sér að lokum. Þau eru ómálefnaleg, ósanngjörn, bera enga virðingu fyrir fólki eða mannréttindum og sjá ekkert nema öfgana hjá sjálfum sér. Hvernig er hægt að taka mark á þessum málflutningi lengur "það eru vísbendingar um" "það eru blikur á lofti" "rannsóknir sýna (svo eru þær auðvitað ekki til nema innan þeirra iðnaðar)"

Afsakaðu orðbragðið en mér er ofboðið.

Ingi Braga, 27.11.2007 kl. 23:11

4 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Leiðinlegt að hafa ofboðið henni Bryndísi með því að varpa upp þeim möguleika að konur afþakki oftar að mæta í viðtöl en karlar.

Sem einstaklingur sem hef sjálfur fremur óalgengar skoðanir á ýmsu skil ég þó feminista að vissu leyti. Mér finnst ég sjaldan sjá fulltrúa minna skoðanna í svona umræðuþáttum. Þess vegna væri ég mjög ósáttur ef talsmenn minna viðhorfa neituðu að ræða málin í fjölmiðlum.

Oddgeir Einarsson, 28.11.2007 kl. 00:02

5 identicon

Aumingja litlu ofurfemínistakonurnar :)

DoctorE (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 09:17

6 identicon

Talsmennirnir neita svo sannarlega ekki að ræða málin í fjölmiðlum heldur eru þeir bara að mótmæla ákveðnum vinnubrögðum sem þeim finnst að betur mættu fara.  Mótmæli eru af hinu góða, er það ekki?  Karlar myndu gera það sama ef settir í sömu stöðu.  Ætlar einhver að segja mér að sér finnist Silfur Egils raunverulega ekki vera karllægur þáttur?  Við skulum bara tala af alvöru og viðurkenna að hann er það.  Það sem ég hef séð af honum (sem er mikið) er t.d. að einu skoðanirnar sem Egill hlær dátt að og grípur frammi í fyrir eru skoðanir kvenna, hvort sem hann gerir það meðvitað eða ekki.  Hver heldurðu að nenni að ræða við svoleiðis mann?  

Hins vegar, ef horft er burt frá þessu, finnst mér Egill Helgason klár og áhugaverður fjölmiðlamaður.  Er bara kominn með leið á plebbalegri umræðu um feminista.

Horfið á þáttinn! 

Pétur (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 09:55

7 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Ég hef ekki tekið eftir þessu Pétur. Ætla að taka mig til horfa á næsta þátt og telja þau skipti sem Egill hlær dátt að og grípur frammi fyrir og kanna hversu oft það gerist hjá hvoru kyni hlutfallslega. Mun síðan birta niðurstöðurnar á blogginu (þ.e. ef ég man eftir þessu!). Ef niðurstaðan er sú að Egill er mun dónalegri við konur en karla þá skal ég fyrstur manna viðurkenna að svo sé.

Oddgeir Einarsson, 28.11.2007 kl. 10:17

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Feministi er karlkynsorð, sem gengur auðvitað ekki. Í sönnum anda jafnréttis sting ég upp á að konur þessarar tegundar verði nefndar femínur en Atli Gíslason og féagar sem byrjuðu að kalla sig femínista um líkt leyti og þeir hættu að kalla sig kommúnista fái að halda nafninu. Þannig ættu allir að una glaðir við sitt.

Sigurður Þórðarson, 28.11.2007 kl. 12:08

9 identicon

Af hverju er ykkur svona í nöp við orðið feministi, það er alþjóðlega viðurkennt heiti fyrir þá sem vilja sjá jafna stöðu kvenna og karla og eru tilbúin að gera eitthvað í málunum. Það er deginum ljósara að við búum í og höfum alist upp í karllægu þjóðfélagi og feðraveldið hefur ráðið lögum og lofum í samfélagi okkar, sem og skapað lögin. Það er ykkur því aðeins til góðs að hlýða á og búa til svigrúm fyrir kvennleg sjónarmið og þá mögulega yrðuðu þið víðsýnni í umræðum ykkar og færslum hér á blogginu.

Þú mátt alveg reyna að vera sniðugur og telja hversu oft Egill gerir hitt og þetta, en það breytir ekki því að þú ert talandi dæmi þess að feministar eiga fullt erindi í jafnréttisumræðunni og það er greinilega langt í land.

Bryndís (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 12:44

10 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Sæl og blessuð Bryndís og gaman að sjá þig aftur hér inni eftir æpandi 14 klukkustunda fjarveru þína eftir að þú sagðist ekki ætla að líta aftur inn á þetta blogg.

Ég tek undir með þér að það er sniðugt að telja skiptin sem Egill grípur fram fyrir viðmælendum í ljósi þess að því er haldið fram án þess að færa neinar sannanir fyrir því eða rannsóknir.

Oddgeir Einarsson, 28.11.2007 kl. 13:40

11 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Þ.e.a.s., því er haldið fram að hann grípi fram fyrir konum fremur en körlum.

Oddgeir Einarsson, 28.11.2007 kl. 13:54

12 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég er með spjallþátt í útvarpi, klukkustund á hverjum degi. Það er í sjálfu sér ekkert erfiðara að fá konur en karla í viðtöl, en það er algengara samt að konur biðji um frest en karlar. Reyndar tek ég líka eftir því að það er meiri eltingaleikur við að fá konur t.d. í stjórnunarstöðum til að finna tíma til að koma en karlana. Veit ekki af hverju það er, en svona er þetta samt. Kannski eru þær miklu samviskusamari í vinnunni og vilja ekki vera að þembast um allan bæ í einhvern fjölmiðlasirkus.

Markús frá Djúpalæk, 28.11.2007 kl. 14:52

13 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Sæll Markús. Ef konur biðja frekar um frest en karlar og meiri eltingaleikur er við að fá konur í stjórnunarstöðum til að finna tíma en karla, er þá ekki rétt að segja að erfiðara sé að fá konur en karla í þáttinn?

Oddgeir Einarsson, 28.11.2007 kl. 15:01

14 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Oddgeir, að sumu leyti jú, er það erfiðara. Það er líka algengara að karlmenn en konur biðji um að fá að koma.

Markús frá Djúpalæk, 28.11.2007 kl. 15:16

15 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Kannski er ég bara svo þolinmóður að ég þoli alveg svona eltingaleik og tek minna eftir honum en margur annar.

Markús frá Djúpalæk, 28.11.2007 kl. 15:21

16 Smámynd: Oddgeir Einarsson

En hvaða útvarpsþáttur er þetta annars, by the way....?

Oddgeir Einarsson, 28.11.2007 kl. 15:38

17 Smámynd: Snorri Magnússon

Ja, hérna?

Það verður erfiðara og erfiðara, með hverju árinu sem líður að fá að hafa skoðanir og birta þær, vegna einhverra sjálfskipaðra skoðanasérfræðinga og -ista af hinum og þessum gerðum...

Snorri Magnússon, 28.11.2007 kl. 15:58

18 Smámynd: Ingi Braga

Var að horfa á kastljósið. Enn eitt áfallið fyrir öfga femínistana.  Nú vilja þær þvinga konum inn í þætti þó þær eigi ekki erindi þar inn??  Það er eitthvað bogið við þetta. það skiptir sem sagt engu máli hvað verið er að ræða það bara verða að vera rétt hlutföll.

Ég er enn sannfærðari en áður um að þær skemma meira fyrir jafnréttisbaráttuni en þær ávinna með svona biluðum aðferðum.

Ég vona að sá tími komi hjá þjóðinni að við höfnum þessu hættulega fólki áður en það veldur þjóðinni varanelgum skaða.

Það skiptir engu máli hvaða afleiðingar hugmyndir þeirra hafa og þær þurfa aldrei að færa rök fyrir neinu og þær móta sér skoðanir út frá "það eru blikur á lofti" og "það hafa komið fram vísbendingar um"  ef einhver alvöru stjórnmálamaður eða bara einhver opinber persóna mundi láta sér detta í hug að taka ákvarðanir út frá forsendum sem öfgafólkið gerir þá mundi enginn taka mark á honum og hann væri dæmdur RUGLUDALLUR.

Bara það eitt að Egill skuli þurfa að skipuleggja dagskrá sína út frá kynjahlutföllum en ekki málefnum ætti að vera nóg til þess að segja STOPP við þessum öfgahópum.  Við getum ekki látið bjóða okkur þetta lengur.

Ingi Braga, 28.11.2007 kl. 20:25

19 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Oddgeir, síðdegisútvarpið á Útvarpi Sögu. Snorri,

Markús frá Djúpalæk, 28.11.2007 kl. 23:05

20 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Snorri, er ekki hið eina rétta að vera alltaf sammála síðasta ræðumanni? Þá sleppurðu

Markús frá Djúpalæk, 28.11.2007 kl. 23:06

21 Smámynd: Ingi Braga

Það hlaut að koma að því að einhver mundi taka tappan úr þessu máli.  kíkið á þetta blogg.  frábær skrif.

http://siggaadalsteins.blog.is/blog/siggaadalsteins/entry/375972/

Ingi Braga, 30.11.2007 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband