23.12.2007 | 20:17
Sjálfstæðisflokkurinn
Tók út þessa gömlu færslu þar sem mér fannst eigin fullyrðingar um spillingu í Sjálfstæðisflokknum ganga helst til of langt til að ég gæti staðið á því að verja þau. Til upprifjunar þá varðaði þetta ráðningu Þorsteins Davíðssonar. Ég var ósammála því að þessi ráðning hefði verið lögmæt, m.a. í ljósi lögbundins álits hæfisnefndar. Í stað þess að þurfa að hafa óvarlega ummæli mín fyrir allra augum í mörg ár á eftir ákvað ég að taka þau bara út núna þrátt fyrir að ólíklegt sé að fólk sé að lesa gamlar bloggfærslur mínar.
22.04.09
Bestu kveðjur,
Oddgeir.
Athugasemdir
Eru sjálfstæðismenn verri dómarar en aðrir?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.12.2007 kl. 20:56
Hvað með FF?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.12.2007 kl. 21:28
Hægan, hægan Oddgeir.
Sævar Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 23:56
Eftir 30 ára stuðning hætti ég að kjósa og styðja íhaldið. Þá hafði verið ákveðið að misbeita handhafavaldi forseta Íslands til að hægt væri að kjósa dæmdan þjóf og fjársvikara á þing. Það var gert að undirlagi hins góðlega bangsaandlits sem er forsætisráðherra þessa lands. Hvers vegna vill hann þjófa á þing?
Ég hef ennþá trú á að hægt sé að breyta hér stjórnarháttum. Það verða bara fleiri að trúa því með mér.
Haukur Nikulásson, 23.12.2007 kl. 23:58
Davíð ræður þessu varla einn og ég trúi því ekki að enn séu menn svona hræddir við hann,þetta er einhver innbyggður vandi í Sjálfstæðisflokknum og hann hefur verið of lengi við völd. Vold spilla. Það þarf bara að krefjast að þessu verði hnekkt. mér finnst undarlegast að mennirnir sem stöðugt er að ganga inní stöður sem þeir vita aðrir eiga betur skilið vegna menntunar og nauðsynlegrar reynslu, enginn þeirra skuli draga sig í hlé, segja nei ég átti ekki fá hana. Kannski ætti að skora á Þorstein höfða til siðferðisvitundar hans?
Og hvað hefur það skaðað okkur þ.e.a.s. þjóðina mikið í gegnum árin þegar hæfustu mennirnir hafi svo ekki verið valdir af stjórnmálamönnunum? Það þyfti kannski að fara skoða og meta það?
María Kristjánsdóttir, 24.12.2007 kl. 00:03
Erlingur minn, á einhver að skilja þetta sem þú skrifar? Samhengið er nákvæmlega ekkert og lítur helzt út fyrir að maður í einhverju annarlegu ástandi skrifi þetta.
Hjörtur J. Guðmundsson, 24.12.2007 kl. 00:23
Og Oddgeir, hver á að ráða því hverjir eru skipaðir í dómarasæti? Matsnefndir sem hafa ekkert lýðræðislegt umboð og bera því enga ábyrgð?
Hjörtur J. Guðmundsson, 24.12.2007 kl. 00:26
Þú ert ungur enn...spillingarinnar hefur gætt allvíðar en við ráðningar í dómarastöður ;)
Sigríður þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 00:44
Ég á erfitt með að trúa því að nefnd undir forsæti Péturs Hafsteins hafi vaðið í villu og svíma við að leggja mat á hæfni umsækjenda. Ég á erfitt með að hægt hafi verið að finna mann sem þekkti betur en Pétur til í þeim hluta dómskerfisins sem snýr að héraðsdómurum og hæstaréttardómurum.
Samkvæmt áliti matsnefndarinnar hafði settur dómsmálaráðherra val á milli þeirra sem settir voru efsta gæðaflokk þannig að nefndin mælti ekki með aðeins einum manni.
Ómar Ragnarsson, 24.12.2007 kl. 01:18
Oddgeir frábært að undir menn hafi þor og karlmennsku í að horfast í augu við þetta. Svona er ekki framtíðin, ó nei!
halkatla, 24.12.2007 kl. 01:19
Hvaða lista? Sem nefndin semur? Er hún einhver heilög véfrétt? Hver á að taka ákvörðunina? Nefndin eða ráðherra?
Hjörtur J. Guðmundsson, 24.12.2007 kl. 02:38
Hvað með að einkavæða dómskerfið og leyfa markaðinum að sía út góða dómara frá vondum? Ekki mjög flókið mál satt að segja þegar tilfinningum og vana er haldið frá rökhugsun og yfirvegun.
Geir Ágústsson, 24.12.2007 kl. 02:46
Í þessu dómaramáli er endalaust vísað til ábyrgðar ráðherra,hvenær hafa ráðherrar eða þingmenn sjáfstæðisflokksins sýnt af sér ábyrgð?
Ari Guðmar Hallgrímsson, 24.12.2007 kl. 06:31
Ari, hvaða ábyrgð bera matsnefndir eins og sú sem hér um ræðir? Enga. Ráðherrar og þingmenn þurfa þó að ná endurkjöri á fjögurra ára fresti og eru stanslaust undir smásjá fjölmiðla og þ.a.l. almennings. Það er mun meira en hægt er að segja um áðurnendar nefndir.
Erlingur, ég efast um að ég sé einn um að hafa átt erfitt með að átta mig á samhenginu í fyrrir athugasemdinni þinni. Og reyndar er það ekki einsdæmi. En eins og ég hef sagt við þig áður. Þú virðist varla tjá þig á netinu nema í einhverju uppnámi. Slíkt kann vart góðri lukku að stýra.
Hjörtur J. Guðmundsson, 24.12.2007 kl. 10:51
Gaman að sjá að ég hef stuðað vini mína á hægri kantinum með þessari færslu . Það er nauðsynlegt annað slagið og ég veit að margir okkar hefðu gagnrýnt svipaðar ráðningar af hálfu vinstri manna.
Til Hjartar og fleiri: Ég tel að valdið eigi að vera hjá ráðherra en ekki matsnefndinni en ég tel stjórnvaldsákvörðun ráðherra hafi verið efnislega ranga, m.a. í ljósi álits nefndarinnar.
Mér finnst að sjálfstæðismenn megi alveg hugleiða það yfir hátíðarnar af hverju einu tilvikin sem lögbundin álit er hunsuð séu þegar verið er að ráða aðila mjög tengda sjálfstæðisflokknum. Eru allir þessir nefndarmenn kannski kommar?
Enn og aftur gleðileg jól!
Oddgeir Einarsson, 24.12.2007 kl. 11:12
G.L.F.:
"Alveg sammála þér Oddgeir, ég er alveg kominn með upp í kok á þessu ráðningum. Ég get þó varla fengið mig til að kjósa annan flokk þó, því ég vill ekki að efnahagnum verði steypt um koll einungis til að kenna aðilum innan sjálfstæðisflokksins að skammast sín."
Ég ætla að biðjast fyrirfram afsökunnar að vera að skamma ykkur á sjálfan aðfangadag, en svona hugsunnarháttur eins og hjá GLF er nákvæmlega það sem hefur spillt Sjálfstæðisflokknum.
Ég ætla reyndar að láta hæfni Sjálfstæðisflokksins í efnahagsstjórn liggja á milli hluta, en þegar fólk sættir sig við ítrekuð vond vinnubrögð frá eigin flokki án þess að hætta að styðja flokkinn, að þá er ekkert sem hvetur flokkinn til þess að bæta ráð sitt.
Aðskilnaður dómsvaldsins og löggjafavaldsins er ein af grunnstoðum lýðræðisins. Og þegar dómari er augljóslega ráðinn frekar vegna tengsla sinna en ekki hæfni að þá er verið að höggva í þessa stoð.
Ákvörðunin er vissulega ráðherrans, en ráðherran á að ráða hæfasta manninn í starfið, annars er ráðherrann óhæfur.
Ingólfur, 24.12.2007 kl. 11:58
Oddgeir:
Bezta mál að stuða stundum. Ef ákvörðun ráðherra var röng tekur hann þá áhættu að hann tapi einhverjum atkvæðum í næstu kosningum eins og í tilfelli annarra ákvarðana hans. Þannig virkar það lýðræðislega stjórnkerfi sem við búum við. Ef einhver telur sig hafa betri leið í þessum málum þá er ég meira en tilbúinn að hlýða á það. Það hefur bara vantað sárlega í þessa umræðu alla að mínu mati.
Og ertu nú viss um að alltaf þegar ekki hefur verið farið að áliti matsnefndarinnar hafi það verið þegar aðilar mjög tengdir Sjálfstæðisflokknum hafa verið ráðnir? Friðjón Rex bendir t.d. á tilfelli árið 2006 þegar Ástríður Grímsdóttir nokkur var skipuð héraðsdómari við Héraðsdóm Suðurlands þó matsnefndin hafi talið tvo aðra hæfari. Er hún mjög tengd Sjálfstæðisflokknum? Mér er allavega ekki kunnugt um það. Og þess utan er þessi matsnefnd að sjálfsögðu engin heilög véfrétt eins og sumir virðast telja þannig að ég tel að það sé einfaldlega óeðlilegt að ráðherra standi og sitji í þessum málum eins og hún ákveður. Enda er ekkert í lögum sem kveður á um slíkt.
Ingólfur Harri:
"Ákvörðunin er vissulega ráðherrans, en ráðherran á að ráða hæfasta manninn í starfið, annars er ráðherrann óhæfur."
Þá tekur hann þá áhættu að gjalda þess í næstu kosningum. Eða hvernig viltu hafa það öðruvísi?
Hjörtur J. Guðmundsson, 24.12.2007 kl. 13:56
Hver er áhættan ef Sjálfstæðismenn hugsa eins og GLF?
Ingólfur, 24.12.2007 kl. 15:49
Ég tek undir með Oddgeiri. Sjálfstæðismenn fara ekki nógu varlega með völd sín - ég vil sjá nýjan hægri flokk, ekki spurning.
Sindri Guðjónsson, 2.1.2008 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.