Það fráleitasta af öllu fráleitu

Það kemur engum það við hver er í stjórn fyrirtækis öðrum en eiganda þess. Fyrirtæki eru ekki stofnanir í almannaeigu sem eðlilegt er að stjórnmálamenn véli um hvernig sé stjórnað.

Það fráleitasta af öllu fráleitu í þessu sambandi eru röksemdir í fréttinni um að fyrirtæki með konum í stjórn sé betur stjórnað vegna minni vanskila. Hverjum kemur það við öðrum en eigandanum ef fyrirtæki hans er illa stjórnað af körlum? Tapar hann þá ekki bara í samkeppninni við fyrirtæki sem stjórnað er af konum?

Svona furðulög eins og Norðmenn settu nálgast málið frá öfugum enda. Fáar konur í stjórnum hefur ekkert með fordóma að gera eða mismunun heldur þá staðreynd að konur stofna mun sjaldnar til atvinnurekstrar en karlar. Enda er hin hliðin á peningnum er sú að mun fleiri karlar en konur verða gjaldþrota eftir misheppnaðar tilraunir til atvinnurekstrar.


mbl.is Kynjakvóti bundinn í lög?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er vanvirðing við konur & menn, þetta er rústun á mannlegum gildum.
Menn framtíðarinnar munu horfa á þetta eins og þeir væru að horfa á eitthvað frá steinöld og munu gapa yfir ruglinu.

DoctorE (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 14:09

2 Smámynd: Ólafur Jónsson

Gæti ekki verið meira sammála.

Ólafur Jónsson, 1.2.2008 kl. 14:15

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég er sammála.  Fáranlegt að gera svona lítið úr konum.  Veit ekki um neina konu sem vill sitja í stjórn afþví hún er kona.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 1.2.2008 kl. 14:30

4 Smámynd: Sveinn Ólafsson

Það er ljóst að hlutverk stjórnanna breytist ef þar er ekki fólk sem eigendurnir vilja helst að séu þar. Þær verða með öðrum orðum valdaminni. Það gerist því að mannskepnan er þannig. Þá má setja ný lög til að bregðast við þessu og þá hefur löggjafinn eitthvað að sýsla.

Sveinn Ólafsson, 1.2.2008 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband