Listamannalaun

Í tengslum við síðustu færslu um hvað megi ræða á Alþingi langar mig í dæmaskyni að ræða um listamannalaun frá ríkinu, sérstaklega þó rithöfundalaun.

Ímyndum okkur að á Íslandi væru aðeins tveir húsgagnasmiðir og ekkert væri flutt inn af húsgögnum. Dag einn ákveður ríkið að setja annan þeirra á húsgagnasmiðalaun. Sá maður getur annað hvort gefið sér lengri tíma í að smíða hvert húsgagn og náð betri gæðum eða selt það á lægra verði en hinn. Það leiðir bara beint af styrknum að öllu öðru óbreyttu.

Tilhneigingin yrði semsagt sú að húsgögn þess sem ríkið styrkti yrði ráðandi en hins víkjandi. Ríkið hefði áhrif á hvers konar húsgögn yrðu framleidd og notuð á Íslandi.

Einhverjum þykir það kannski algerlega ólíku saman að jafna að bera saman bókaskrif og húsgagnaframleiðslu. Það breytir því ekki að nákvæmlega sömu lögmál gilda um áhrif ríkisstyrkja.

Hvort húsgagnasmiðurinn og rithöfundurinn líti á sig sem iðnaðarmenn eða listamenn breytir engu um það að ríkisstyrkir jafngilda íhlutun ríkisins um hvað eigi að styrkjast og hvað eigi að veikjast í samkeppninni. Stundum hvað eigi að lifa og deyja.

Þetta er dæmi um mál sem heyrast myndu raddir um að eitthvað mikilvægara væri til að tala um ef Alþingi léti það sig varða. En viti menn, þær raddir myndu koma frá þeim sem styddu listamannalaun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Skemmtileg samlíking. Listamannalaun gætu þó átt rétt á sér sem styrkir til þeirra sem eru að byrja að fóta sig í atvinnugreininni en ættu þá bara að vera greidd í eitt einasta skipti til viðkomandi listamanns. Nái hann ekki lifa af list sinni eftir að hafa fengið startkapítal í formi styrks á hann greinilega ekki erindi á markaðinn en nái hann hinsvegar að lifa af list sinni er engin ástæða fyrir hann að þiggja opinbert fé að auki.

Emil Örn Kristjánsson, 8.2.2008 kl. 11:17

2 identicon

Sammála því að þetta er skemmtilega samlíking... en hinsveg vel ég að líta á þetta þannig að ríkið er á vissan hátt að styðja verkefnið en ekki bara listamanninn. Þ.e.a.s. til þess að fá Listamannalaun þarf listamaðurinn að skila inn lýsingu á því verki sem hann er að vinna við eða hyggst vinna við og biður um listamannalaun til þess að vinna við þetta ákv. verkefni.

Í þessu ljósi tel ég að þetta eigi vel rétt á sér og þá er sama hvort verið er að styrkja ungan nýliða eða gamlan ref... svo framalega sem verkefnið er þess vert að það sé styrkt.

Brynjar (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 12:58

3 Smámynd: Oddgeir Einarsson

jamm Brynjar... en er þetta ekki einmitt hættan, þ.e. að ríkið er að velja hvers konar list fáist þrifist og hver ekki?

Oddgeir Einarsson, 8.2.2008 kl. 14:58

4 Smámynd: Sveinn Ólafsson

Með leyfi að spyrja, hvernig ætti hið opinbera að styrkja bókmenningu, ef ákveðið hefur verið að styrkja hana?

Sveinn Ólafsson, 8.2.2008 kl. 18:39

5 identicon

Þú trúir semsagt á þjáningu listamannsins? Því fátækari því betri! Sammála! þeir eru miklu betri listamennirnir sem njóta ekki styrkja frá hinu opinbera. Þeir sem hafa peningana...auðmennirnir í landinu eru líka mun betri í að velja hvað markaðurinn vill sjá. Eftir allt eru listamenn að vinna fyrir fólkið í landinu. Ég meina ekki vill maður setjast á stól smíðaðan af einhverjum bjána þótt hann hafi fengið styrk frá ríkinu.

þorarna (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 22:39

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er nú ekki sammála því að eftir eina af fyrstu tilraunum ælistamanns að ná fótfestu á svoköllluðum markaði að það verði látið ræáða um framtíð hans og verka hans...æfingin skapar nefninlega meistarann og ég er ansi hrædd um að þá myndu númargir meirtararnir aldrei líta dagsins ljós.

Hugsið ykkur svo hvernig veröldin væri án lista..algerlega tóm og ljót. Mannsandinn líka. Liatin er alls staðar og í öllu...

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.2.2008 kl. 23:24

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Meistararnir ....og listin eiga að standa þarna fyrir ofan. Það er líka list að skrifa rétt!! Nú eða vitlaust...

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.2.2008 kl. 23:25

8 identicon

já það er akkúrat málið, það á ekki að vera dæla út e-h styrkjum hvort heldur sé til listamanna eða bænda svo dæmi séu tekin.

Halldór (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 00:04

9 identicon

Glæsilegast listatímabil sögunnar, Endurreisnin, var byggt á opinberum styrkjum.

En er þó sammála að styrkja ætti verk fremur en listamenn.

Kalli (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 09:34

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

Listamannalaun eru ein af tímaskekkjum í samfélaginu: Sá sem þarf listamannalaun til að lifa er ekki þess virði að halda uppi og ætti að fá sér aðra vinnu. Þeir sem lifa af list sinni þurfa þau ekki. Alvöru list þarf ekki opinber afskipti. Þetta er þess vegna ekkert flókið, listamannalaun eru della.

Haukur Nikulásson, 9.2.2008 kl. 10:39

11 identicon

Ég vil nú halda því fram að bloggið mitt sé snilldar listaverk og ég vil fá listamannalaun. Ég sem textan þar líka sjálfur svo það er spurning hvort ég eigi ekki líka rétt á rithöfundalaunum. Ég tók líka saman mjög mjög stutt ágrip um álit mannréttindanefndarinnar svo kannski ætti maður að senda ríkinu reikning fyri sérfræðiaðstoð þó hún sé óumbeðin ég meina þeir taka skatt af mér óumbeðið.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 03:43

12 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Kalli, hvað ætli margir hefðu getað forðað sér frá hungurdauða fyrir peningana sem teknir voru af fólki til að fjármagna Endurreisnina?

Oddgeir Einarsson, 11.2.2008 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband