9.2.2008 | 18:34
Vilhjálmur borgarstjóri
Það jaðrar við sparki í liggjandi mann að fara að bera í þann bakkafulla læk að gagnrýna Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúa. Geri það nú samt.
Í Kastljósi á RÚV þann 7. febrúar sl. sagðist hann ítrekað hafa leitað eftir áliti borgarlögmanns varðandi umboð sitt til að gera einhvern gerning. Svo virðist vera sem Vilhjálmur hafi verið að meina lögfræðing sem áður gegndi embætti borgarlögmanns. Samt vísaði Vilhjálmur einnig til borgarlögmanns þegar hann ræddi um álit núverandi borgarlögmanns, sem fram kom í bréfi til Umboðsmanns Alþingis.
Ég held að Vilhjálmi þyki bara leiðinlegt að vera kallaður fyrrverandi borgarstjóri og sé bara koma fram við fyrrverandi borgarlögmann eins og hann vill að komið sé fram við sig.
Vilhjálmur borgarstjóri: Þú getur notað þessa skýringu næst þegar þú ert kominn upp við vegg útaf þessum málum. Þá getur engin sagt að þú sért að ljúga.
Forstjóri OR álitsgjafinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Margt bendir til að Vilhjálmur er ekki mjög sterkur í stjórnarfarsrétti.
Hvað segirðu Oddgeir um fyrsta og síðasta verk hans sem borgarstjóra: Hann var stjórnarformaður hjúkrunarfélagsins Eir og kom þeirri stjórnarformennsku ekki yfir á annan meðan hann gegndi starfi borgarstjóra. Hann samdi eiginlega við sjálfan sigog til að undirstrika vitleysuna stígur Vilhjálmur á síðasta degi sem bogarstjóri upp ígröfu til að taka fyrstu skóflustunguna að nýju hjúkrunarheimili. Var hann þar að verki sem borgarstjóri Reykvíkinga eða stjórnarformaður Hjúkrunarfélagsins Eir?
Það er eins og hann sé mjö0g illa að sér í vanhæfisreglum stjórnarfarsréttar.
Svo bætast aðrar syndir við!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 9.2.2008 kl. 19:13
Æ, eins og þú segir er þetta eins og að sparka í liggjandi mann. Vona bara að blessaður karlinn átti sig, standi upp og gangi út, áður en í óefni er komið.
Björg (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 23:50
Þetta mál er fyrir löngu síðan komið í óefni.
Theódór Norðkvist, 10.2.2008 kl. 02:05
Meðan Vilhjálmur heldur áfram "að rífa kjaft" er nú varla hægt að tala um liggjandi mann. Skv. heimildum mbl.is ætlar Vilhjálmur að sitja áfram og standa af sér illviðrðið. Hvað má nú segja um veruleikaskyn slíks stjórnmálamanns, ef rétt reynist?
Auðun Gíslason, 10.2.2008 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.