Kynbundnir styrkir Jóhönnu Sigurðar

Að gera það að skilyrði að fá styrk til atvinnustarfsemi að umsækjandi sé kvenkyns hringir nokkrum bjöllum:

65. gr. stjórnarskrárinnar:

Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.

11. gr. stjórnsýslulaga:

Við úrlausn mála skulu stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti. Óheimilt er að mismuna aðilum við úrlausn mála á grundvelli sjónarmiða, byggðum á kynferði þeirra, kynþætti, litarhætti, þjóðerni, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, þjóðfélagsstöðu, ætterni eða öðrum sambærilegum ástæðum.

Jafnvel þótt styrkir Jóhönnu væru ekki kynjamismunun þá væru þeir verulega gagnrýnisverðir þar sem þeir geta skekkt samkeppnisstöðu þeirra sem einnig starfa eða munu síðar starfa á sama markaði en fá ekki styrk.


mbl.is Styrkjum úthlutað til atvinnumála kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig eiga konur öðruvísi að fara að því að stofna bókhaldsþjónustu eða útfararþjónustu, en að fá til þess styrk frá hinu opinbera?

Ertu að reyna að halda því fram að konur séu jafn hæfar og færar um að koma slíkum rekstri úr höfn eins og karlar?

Hvað með sultugerð - það er nú ekkert sem konur geta stofnað einar og óstuddar, er það? 

Halli (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 14:16

2 identicon

Þetta heitir á feminista máli "jafnrétti" Oddgeir

Sérstök kvennakirkja,samtök kvenna í atvinnurekstri og aðeins kvennfólk sem kemur til greina sem styrkþegar vegna lána eða styrkja.....þetta heitir "jafnrétti"

Stjórnarskráin er marklaust plagg og hefur lengi verið enda er hún brotin á fólki hér alla daga allt árið....maður þarf ekki annað en að fylgjast með fréttum í fjölmiðlum þá sér hver læs maður það svo þetta er ekkert nýtt. 

Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 17:31

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Allir eru jafnir en sumir eru mun jafnari en aðrir.

Júlíus Valsson, 12.2.2008 kl. 20:25

4 identicon

22. gr. jafnréttislaga:

"Hvers kyns mismunun eftir kynferði, hvort heldur bein eða óbein, er óheimil. Þó teljast sérstakar tímabundnar aðgerðir sem ætlaðar eru til að bæta stöðu kvenna eða karla til að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna ekki ganga gegn lögum þessum. Þá teljast aðgerðir til að auka möguleika kvenna eða karla sérstaklega til að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna ekki ganga gegn lögum þessum."

gkss (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 10:42

5 identicon

Mér sýnist á fréttinni að þetta sé hluti af mótvægisaðgerðum vegna niðurskurðar þorsstofnsins. Þetta eru samtals rúmar 15 milljónir. Heildarupphæð sem veitt er til mótvægisaðgerða hleypur á milljörðum. Stærstu fjárhæðirnar fara í vegagerð og viðhald fasteigna ríkisins. Mikill meirihluti þeirra sem sækir í slík störf eru karlmenn. Sjálfur sjávarútvegsráðherra hefur viðurkennt (í blaðaviðtali við 24 stundir fyrir 2-3 vikum), að þau störf sem skapist vegna þeirra aðgerða muni að meirihluta falla í flokk starfa sem í gegn um tíðina hafa verið hefðbundin karlastörf. Á sama tíma eru konur stór hluti þeirra sem missir störf vegna niðurskurðarins. 

Á meðan "almennu" aðgerðirnar virðast gagnast öðru kyninu betur en hinu er þá ekki eðlilegt að bregðast við því með einhverjum hætti?

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 12:39

6 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Mjög góðir punktar sem hér hafa komið fram.

GKSS (Endilega segið til nafns þegar þið skrifið hjá mér): Ég sagði ekki að styrkirnir brytu gegn jafnstöðulögum heldur vakti ég athygli á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og stjórnsýslulaga. Það að tiltekin aðgerð standist jafnstöðulög breytir að mínu mati ekki niðurstöðu um hvort aðgerðin brjóti gegn öðrum lögum.

Auður: Tek það strax fram að ég er andvígur öllum "mótvægisaðgerðum" ríkisins við breytingum í atvinnumálum þjóðarinnar.

Ákvarðanir um hinar almennu mótvægisaðgerðir voru ekki teknar á grundvelli kynferðis neins heldur hvar væri þörf á verkefnum af hálfu ríkisins. Þó svo aukin umsvif ríkisins leiði í raun til fleiri starfa þá þýðir það ekki að konur séu útilokaðar frá slíkum störfum. Konur geta unnið við viðhald fasteigna og vegagerð eins og karlar ef þær vilja.

Ég tel það einnig mjög varasama reglu ef í hvert skipti sem aukin umsvif ríkisins leiði í raun til meiri fjölgunar starfa hjá tilteknum hópi að þá eigi sérstaklega að styrkja aðra hópa. það myndi annað hvort hafa þau áhrif að öll umsvif hins opinbera yrðu margfalt dýrari eða umsvifunum yrði slepp vegna þessa fyrirsjáanlega aukakostnaðar. 

Einnig vaknar sú spurning að ef fleiri konur vinna hjá hinu opinbera hvort að þá eigi að styrkja karlmenn sérstaklega til atvinnurekstrar. Ef t.d. fleiri konur vinna hjá tilteknu sveitarfélagi, á þá viðkomandi sveitarfélag að gera átak í atvinnumálum karla og öfugt?

Afskipti ríkisins af atvinnulífinu eru mjög varasöm og skaðleg og á að halda í algjöru lágmarki. Þau afskitpi sem ákveðin eru eiga hins vegar ekki að vera með neinum skilyrðum um kynferði umsækjenda.

Oddgeir Einarsson, 13.2.2008 kl. 13:20

7 identicon

Af ,,jafnréttismálum";

Því er hampað sí og æ að konur skili hærri einkunnum að meðaltali í grunnnámi, hvort sem er í framhaldsskóla eða háskóla.  Svo kemur að mastersgráðum og þá breytist það meðaltal fljótt.  Hlutfallslega mjög fáar konur útskrifast svo með doktorspróf, sérstaklega í raungreinum.

Fylgifiskur doktorsgráðunnar er sá að þá fyrst er farið að reyna töluvert á hvort menn skilji efnið til hlítar, s.s. geti nýtt það sem þeir eiga að hafa lært til þess að komast að nýjum hlutum og rökstyðja sínar eigin niðurstöður.  Um þær er ekki lengur hægt að lesa í bókinni og apa svo nánast orðrétt eftir á prófi.  Maður þarf ekki að vera vopnaður meiru en góðu minni til að ganga vel í flestu námi, nema þá helst í raungreinanámi og þá sérstaklega raungreinanámi á doktorsstigi.

Nú má velta því fyrir sér af hverju konur sjást nánast ekki með doktorsgráðu í raungreinum en eru að meðaltali með hærri einkunnir en karlmenn í grunnnámi?

Að sama skapi þarf fólk að hafa þennan hæfileika til að greina og skilja sjálft án þess að geta lesið um það í bók og munað utan að, ef það ætlar að stofna til atvinnureksturs, sem dæmi.  Þá gildir einu hvort um sultugerð er að ræða eða fjárfestingarbanka.  Það þarf bara mismikið vit í misstór verkefni.  Um þetta er ekki hægt að lesa í neinni bók, það eru til óteljandi bækur sem bera heiti eins og ,,lærðu að verða ríkur" eða ,,hvernig á að öðlast velgengni" en þær eru ekki til neins, slíkt kemur innan frá, eða ekki.

Nú má velta því fyrir sér af hverju konur eru að jafnaði með hærri einkunn í grunnnámi en karlar en eru svo ósjálfbjarga og vanmáttugar þegar út í atvinnulífið kemur að þær þurfa sí og æ að njóta ein-hvers/hverra stuðningshóps, lagasetninga og sérstakra fjárstyrkja umfram karlmenn?

Hvers vegna eru menn(konur) í alvöru að tala um að setja lög líkt og Norðmenn gerðu þar sem eigendur hlutafélaga eru þvingaðir til þess að skipa stjórn síns félags 40% að lágmarki konum?  Það er mjög alvarlegt mál þegar eigendur fyrirtækja ráða ekki lengur hver situr í stjórn og gætir hagsmuna þeirra (held að hlutfallið sé undir 10% eins og er, af hverju ætli það sé?)

Af hverju eru stjórnmálaflokkar með kynjakvóta innan sinna raða þar sem kjósendur eru þvingaðir til að kjósa konur en fá ekki að kjósa fólk eftir getu (t.d. opin prófkjör), og minni ég á að yfir helmingur kjósenda eru einmitt konur þannig að ekki er hægt að kenna klíkuskap karla um þegar konur ná ekki að fylla framboðslista nema að 10%, eða jafnvel alls ekki?

Konur tala í sífellu um að þær séu ekki jafnhæfar til að gera hitt og þetta og karlar heldur það sem meira er, hæfari.  Ef það er rétt, til hvers þá allar þessar ívilnanir með löggjöf þeim til handa???

Þetta snýst upp í andhverfu sína og eyðileggur meira fyrir konum en gerir fyrir þær.  Menn hugsa þegar kona er í stjórn félags, í stjórnmálaflokki, í tilteknu starfi, fyrirtækjaeigandi ....  ,,hún er ekki þarna af eigin rammleik, hún er að fylla upp í kvótann".

Þetta gerir ekkert annað en að ýta undir kvenfyrirlitningu.  Hugsunin verður þessi ,, þetta eru svo mikil grey og svo vonlausar að þær geta ekki komið sér neitt áfram án sífelldrar hjálpar og lagasetninga sem miðla að því að troða þeim þar sem enginn vildi hafa þær".

Margar hæfar konur hafa t.d. bent á þetta og eru þessu hjartanlega sammála.

S. (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband