23.2.2008 | 14:29
Hvað segir Össur?
Það væru allir búnir að gleyma Vilhjálmi og hans aðkomu að REI-málinu eða öðru klúðri ef hann hefði ekki bara lent í því að segjast í Kastljósi hafa fengið álit borgarlögmanns á tilteknu atriði fyrir tiltekinn fund og beðið síðan borgarlögmann að segja ekki neinum frá því að hann hefði aldrei fengið umrætt álit hjá sér.
Miðað við hvað Össur sagði um Gísla Martein þá óar mér fyrir því hvað hann gæti sagt um Vilhjálm.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson víkur ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Geir tók Össur á beinið, sumir túlka orð forsætisráðherra þannig að hann hafi hótað að reka Össur úr ráðherraembætti.
Sigurður Þórðarson, 24.2.2008 kl. 00:50
Efa stórlega að Geir hafi tekið Össur á beinið - hann var ekki að kippa sér upp við vitleysuna í Villa - af hverju ætti hann þá að fara að æsa sig yfir einhverri bloggfærslu sem enginn tók alvarlega?
Annars sýnist mér Villi vera allt annað en liggjandi. Hann ætlar að treysta á minnisleysi kjósenda og hver veit nema þeir verði búnir að gleyma þessu eftir ár! Góð grein Hallgríms Helgasonar í Fréttablaðinu í gær. Íslendingar mega klúðra málum mikið meira en leyfist annars staðar á Norðurlöndum. Við erum ofurumburðalynd :-)
Ebba (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 11:41
Ég hélt, að menn væru orðnir leiðir á að tönnglast á Rei-málinu, sem hinn stjórnarflokkurinn
samþykkti athugasemdalaust, og tækju upp léttara hjal eins og næturblogg stjórmálamanna t.d. ?
Með kveðju frá SIglufirði, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 24.2.2008 kl. 13:25
Miðað við hvað Össur sagði um Gísla Martein var hann að verja Villa og gagnrýna uppreisn "samherja" hans síðastliðið haust.
Víðir Ragnarsson, 24.2.2008 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.