Þögli minnihlutinn tjáir sig um Eurovision

Þögli minnihlutinn hefur ákveðið að tjá sig um Eurovision og gengst þar með við því að vera plebbi.

Það sem stendur upp úr eftir lokaþáttinn er þetta:

1. Ummæli Friðriks Ómars: „Glymur hæst í tómri tunnu“ áttu væntanlega að vera tilraun til að fara rétt með málsháttinn „bylur hæst í tómri tunnu“ sem merkir að oft heyrist mest í þeim sem séu vitlausastir.

2. Friðrik Ómar tók þátt í þessari keppni í fyrra með leiðindarlagið Eldur. Þar eltist hann einnig við allar klisjur Eurovisionkeppninnar og ekki síst þeirrar stærslu, þ.e. að vera með risastórar trommur á sviðinu sem líta út eins og tunnur.

3. Þó það sé vissulega fyndið að menn noti stórar Eurovisiontrommur í fullri alvöru þá er það svona óþægilega „Office-Klovn-fyndið“, þ.e. manni líður eins og maður þurfi að slökkva á sjónvarpinu yfir því hvað persónurnar á skjánum eru að gera óstjórnlega óþægilega vandræðalega hluti. Þess vegna kýs ég frekar svona nett grín að Eurovisiontrommum þó að það sé ekki nærri því jafn fyndið og hitt.

4. Eftir keppnina í fyrra var Friðrik Ómar svo tapsár yfir því að vinna ekki að hann var með fýlusvip þegar verið var að hampa honum á sviðinu fyrir 2. eða 3. sætið, sem hann af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hreppti.

5. Þögli minnihlutinn mun horfa á keppnina í Serbíu og halda með Íslandi. hver veit nema honum fari að líka vel við Friðrik Ómar þegar hann verður búinn að hruna yfir lúseranna í öðrum löndum að sigri loknum. Þetta er karlmaður sem kann að vinna!

6. Þögli minnihlutinn óttast að vandræði verði með þessa keppni í Serbíu ef alltof mörg Evrópulönd verða búin að viðurkenna sjálfstæði Kosovo þegar hún hefst. Ingibjörg Sólrún, við förum nú ekki að taka einhverja Kosovo-Albana fram yfir sjálft Eurovison, kommon.


mbl.is Eurobandið fer til Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Friðriki til varnar þá hef ég alltaf heyrt sagt glymur hæst, ekki bylur.

Og það kom frá mínum kennurum. Eins lærði ég upp á stól stendur mín kanna af kennurunum mínum. Það var ekki fyrr en 10 árum síðar sem ég komst að því að það var hin mesta vitleysa.

K. Bergmann (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 16:03

2 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Friðrik Ómar er frábær og hann var ekki að hrauna yfir neinn og er ekki þannig maður. Hann var að svara fyrir sig og menn ættu að kynna sér það kannski áður en að það fer að bylur eða glymur í þeim. Áfram Ísland.

Júlíus Garðar Júlíusson, 24.2.2008 kl. 16:22

3 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

...það er einu "fer að" ofaukið í síðustu færslu.

Júlíus Garðar Júlíusson, 24.2.2008 kl. 16:23

4 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Trúi því vel að hann sé frábær náungi og allt það en þetta var bara hallærislegt komment hjá honum.

Ef það hafa gengið skot á milli stuðningsmanna laganna í einhverjum afkimum internetsins þá eru mér þau ókunn og fráleitt að ég nenni að kynna mér þau. Mér þykir það í meira lagi undarleg ákvörðun að nýta hápunkt fjölmiðlaathyglinnar í kjölfar sigursins í að svara slíku.

Oddgeir Einarsson, 24.2.2008 kl. 16:31

5 identicon

Það er algör misskilningur að "upp á stól stendur mín kanna" sé vitlaust  - það er nefnilega rétt en ekki hinn fáranlega útskýring einhverra leikskólakennara að einhver standi uppi á hól og sé að kanna eitthvað - vildi bara koma þessu að.

Marilyn (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 17:46

6 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Finnst allavega þessi ummæli Friðriks Ómars ekki viðeigandi

Katrín Ósk Adamsdóttir, 24.2.2008 kl. 19:31

7 identicon

Fyrirgefðu Oddgeir, vill ekki vera troða mér inná bloggið þitt. En langar endilega að spyrja Marilyn afhverju að hún haldi að þessi leiðrétting sé vitlaus.

Það meikar ekkert sens að allt í einu er einhver kanna uppá stól. Jólasveinninn er á leiðinni til byggða, það er í anda lagsins að veri uppá hól að kanna.

Ég man þegar ég heyrði þetta lag fyrst 5 ára, eða svo, og botnaði ekki neitt í þessari könnu. 

K. Bergmann (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 19:39

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Stóll er borð í þessu samhengi K. Bergmann.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.2.2008 kl. 20:22

9 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Skrítið að fólk skuli ekki hafa skilið hvað Friðrik Ómar var að meina. Það var búinn að vera svo sterkur áróður fyrir laginu Hó Hó. Svo þegar lagið var flutt í keppninni fór eitthvað úrskeiðis hjá þeim, þannig að engin orka eða kraftur geislaði af lagi eða flytendum.  Tunnurnar voru á sviðinu  en hljómur þeirra var tómur en hávaðinn nægur.

Guðbjörn Jónsson, 24.2.2008 kl. 23:13

10 identicon

Það er rétt að málshátturinn er bylur hæst í tómri tunnu. Það er líka rétt að segja upp á stól stendur mín kanna, allavega samkvæmt þessu:http://visindavefur.is/svar.php?id=6418 

Bjöddþór (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 10:05

11 identicon

"Stóll" merkir m.a. fjall, sbr. Tindastóll

Beturvitringur (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 10:29

12 identicon

Smá innlegg í umræðuna - þegar ég heyrði Friðrik Ómar tala um tómar tunnur þá rifjaðist upp fyrir mér að hann hefði einmitt sett upp fýlusvip svo dimmdi á sviðinu í fyrra. Svo virðist sem hann kunni hvorki að tapa né sigra.

Varðandi jólasveininn á hólnum eða stólnum, þá verð ég að benda á að þetta er þjóðvísa - það veit því enginn hver samdi hana, hvenær nákvæmlega og hvað þá hvernig hún var í upphafi. Það eina sem ljóst er að hún hefur verið sungin í nokkrum mismunandi útgáfum og lifði margar kynslóðir í munnmælum áður en hún komst á prent. Þótt ein útgáfan sé líklegri en önnur út frá samhengi og fleira þá er ógjörningur að vita hvaða útgáfa er "rétt".

Helgi (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 10:56

13 identicon

Ég er sammála um að þetta var eins og að vera inni í tómri tunnu sem apar trommuðu á... þá er ég að tala um keppnina í heild sinni sem var nauðgun á öllu sem getur talist til tónlistar... úps þetta er ekki tónlist

DoctorE (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 12:28

14 identicon

Algjörlega sammála að þessi málsháttur hafi ekki átt við á sigurstundu. Mér er alveg sama hvaða móðgun hann var að svara. Þetta var hvorki staður né stund og mig langaði ekki að senda hann út eftir þessi kúkakomment og var ég þó sátt við hann áður en hann gubbaði þessu út úr sér. Og nú vill hann meina að fólkið hans hafi verið sært og bla bla - rosalega er þetta viðkvæmt fólk að hlusta á eitthvað bull í miðri keppni. Afi minn var í pólitík og maður þurfti aldeilis að hunsa alls konar skítakomment frá annars góðu fólki í hita leiksins - það er bara hluti af leiknum og best að gerast ekki sekur um verstu kommentin

Ebba (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 12:59

15 identicon

Ég held að menn ættu að líta sér nær þegar þeir fara að setja út það sem aðrir kunna að hafa rangt eftir eða málfarsvillur almennt. Hvað er að hruna yfir? áttirðu við að hrauna yfir? Hvað er office-clovn fyndið átti það að vera office-clown fyndið? En jæja nóg um það... fannst þetta comment ágætt hjá honum og lagið var augljóslega það euro-vænsta þetta kvöld. Þó Gumma Jóns lagið hafi verið best.

En ég held miðið við 50 þús atkvæði sem lagið fékk að þá hafi lagið unnið yfirburðasigur. Það sjá allir og það á eftir að sýna sig og sanna þarna úti held ég loksins. 

Ég hef aldrei heyrt bylur hæst í tómri tunnu... bara glymur... enda finnst mér það betra persónulega... ;) en það er annað mál líka... en eigum við ekki að hætta þessu snobbi og sjá húmorinn í þessu félagi????  

Frelsisson (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 13:45

16 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Sæll félagi Ólafur,

Get verið sammála þér að málfarssnobb er mjög þreytandi og ómögulegt fyrir fólk að tala „rétt“ mál án þess að bregða út af. Mér fannst bara gaman að minnast á þessa „villu“ í málshættinum þar sá sem notaði málsháttinn virtist hafa verið að vísa til skertra vitsmuna annarra.

Mér finnst þetta stórkostlega fyndið allt saman. Sérstaklega það að Friðrik var ekki grínast

Oddgeir Einarsson, 25.2.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband