Litli bróðir

Það sem mér þykir athyglisvert við þetta mál er ekki endilega þetta tusk lögreglunnar við unglinginn. Mér þykir stóra samhengið áhugaverðara. Svo virðist sem tækniþróun síðustu ára hafi haft óvæntar afleiðingar í för með sér. Nú er annar hver maður með litla myndbandsupptökuvél í hendinni í símanum sínum. Þetta hefur komið upp um voðaverk af hálfu stjórnvalda í löndum eins og Kína sem áður voru gersamlega lokuð fyrir fréttaumfjöllun. Kannski er þróunin sú að stóru bræður heimsins verða að fara gæta sig á litlu bræðrum sínum sem leynast í hverju skúmaskoti með upptökuvélar.

Ég vona a.m.k. að í þetta skiptið eigum ekki von á kunnuglegum yfirlýsingum yfirmanna lögreglumannsins um að hann hafi „hagað sér í samræmi við verklagsreglur“ eða eitthvað þvíumlíkt.

108.


mbl.is Mál lögreglumanns til ríkissaksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Það verður allavega erfitt fyrir yfirmenn þessa ólánssama lögreglumanns að réttlæta gerðir hans. En þó ekki sé hægt að sanna neitt þá eru miklar líkur á að hefði þessi upptaka ekki verið til staðar hefði þetta mál varla náð nema fjögurra línu smáfrétt í dagblöðum. Og drengirnir sakaðir um að trufla lögregluna að störfum.

Gísli Sigurðsson, 27.5.2008 kl. 21:12

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Þessi maður á einfaldlega ekki heima í lögreglunni hér á landi. Væri fínn í Brasilíu.

Júlíus Valsson, 27.5.2008 kl. 22:23

3 Smámynd: Birna M

Hvað með félaga lögreglumannsins, lítið voru þeir nú skárri. Því miður er þetta ekki eina tilfellið með lögregluna, bara það sem besta myndin er til af. Lögreglan bara getur ekki látið sem ekkert sé, þetta er búið að fara útum allt net.

Birna M, 27.5.2008 kl. 22:39

4 identicon

ég skil samt ekki afhverju drengurinn tekur ekki vasan uppúr buxunum.... svipað eins og ef flutninarbílstjóranir hefðu fært bílanna.. þetta er óþarfa vesen

Símon (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 23:28

5 identicon

Svo finnst mér þetta mál vera ekki neitt í samanburðu við Dóplækninn sem er eflaust nú þegar gleymt alþjóð vegna þessara skrýpaláta

Símon (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 23:33

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vafalaust hefur þessi unglingur verið með dónaskap og lögreglumaðurinn er jú bara mannlegur. En það er einmitt ástæðan fyrir því að maður vill ekki að lögreglan fái rafmagnsbyssur.

Sigurður Þórðarson, 28.5.2008 kl. 00:05

7 Smámynd: Sigríður G. Malmquist

Sammála þér Oddgeir. Hefði einhver trúað drengnum ef hann hefði lýst því hvað fyrir hann kom, að lögreglan hefði tekið hann hálstaki og snúið hann niður fyrir það eitt að svara fyrir sig. Maður á nógu erfitt með að trúa því sem maður sér á þessu myndbandi!

Sigríður G. Malmquist, 28.5.2008 kl. 01:00

8 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Voðalega finnst mér margir gleyma því (ekki bara hér, allstaðar þar sem ég les umræður um þetta mál) að þarna kemur barn við sögu, ekki einhver stórhættulegur glæpamaður, og þó svo að hann seigi "ég er búinn að sýna þér fokkings lyklana" Er það engin ástæða til að ráðast á hann, það afsakar EKKERT að ráðast svona á barn, hélt að lögreglumenn væru þjálfaðir til þess að snúa fólk niður ef það ræðst að þeim, sem var ekki einu sinni raunin í þessu myndbandi, það hefði nú ekki verið mikið mál að tækla þetta öðruvísi.

Og með hinn lögreglumanninn.... ég ætla að vona það besta og treysta því í blindni í einfeldni minni að hann hafi bara einfaldlega verið svo sjokkeraður yfir þessu að hann hafi bara ekki geta brugðist við.

Ylfa Lind Gylfadóttir, 28.5.2008 kl. 01:34

9 Smámynd: corvus corax

Þetta er ekkert einsdæmi í framkomu lögreglunnar við almenning, heldur eitt af fáum sem næst á myndband. Svona hagar fjöldi lögregluþjóna sér um hverja einustu helgi í miðbæ Reykjavíkur, þeir halda að þeir séu einhverjir guðir sem ekki megi anda á. Það er ekki langt síðan tvær skítalöggur voru reknar fyrir ofbeldi og skýrslufals um afskipti borgaranna af störfum þeirra. Í þeirra tilfelli var um að ræða menn sem höfðu hreina nautn af því að beita fólk ofbeldi í krafti stöðu sinnar. Dettur einhverjum í hug að slíkir menn hafi aðeins verið tveir í liðinu svo nú sé allt í lagi? Ég skora á alla sem geta að taka upp á myndbandstæki í símunum sínum samskipti löggunnar við fólk, þannig eiga mörg slík myndbönd eftir að koma fram í dagsljósið. Það er kominn tími til að almenningur fái að sjá hvernig "verndararnir" koma fram í raun og veru.

corvus corax, 28.5.2008 kl. 07:45

10 Smámynd: Púkinn

Quis custodiet ipsos custodes?

eins og rómverska skáldið Juvenal sagði, eða, á íslensku - hver gætir gæslumannanna?

Púkinn, 28.5.2008 kl. 13:38

11 identicon

Var ekki unglingurinn að áreita lögreglumanninn og var ekki tilgangurinn með þessu að búa til efni til að setja inn á youtube samanber bílvelturnar í hafnarfirði biddu, nú við og voru þessir unglingar ekki að stela í búðinni? lögreglan hefur vald til að taka á glæpamönnum, þessir unglingar voru enginn bleyjubörn.

---------------------

Unglingarnir voru ekki búnir að stela neinu í búðinni, það var annar unglingur þarna sem að var að stela, svo 10/11 tilkynnti það til lögreglu, sá einstaklingur flúði um leið, og þegar lögreglan kom á staðinn var ekkert spurt hvort að þetta væru unglingarnir, heldur var strax farið að biðja þá um að strippa.

Unglingurinn hefði vissulega átt að tæma vasana?

Hann var búinn að tæma vasana, var með símann sinn í buxnastrengnum.

Lögreglan hefur ekki rétt á að brjóta á:

  1. Lögum um lögregluna,
  2. Lögum um meðferð opinberra mála
  3. Almennum hegningalögum
  4. Lögum um Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins
  5. Lögum um mannréttindasáttmála Evrópu
  6. Stjórnsýslulögum
  7. Sjálfri stjórnarskránni.

fr0ber (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 18:06

12 identicon

Merkilegast af öllu finnst mér hve stór hluti landsmanna er reiðubúinn að fórna stjórnarskrárbundnum réttindum annarra vegna þess að hann er hræddur við unglinga...

Það ætti að vera stóra fréttin.

HP (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 12:31

13 identicon

Lárus Baldurson. Þú veltir fyrir þér hvort unglingurinn hafi ekki verið að egna lögregluna í þeim tilgangi að búa til myndband. 1. Lögreglumanninum á að vera kunnugt um það að upptaka er í gangi inni í verslunum 10-11, allan sólarhringinn, (þ.e.a.s ef hann kann að lesa.) 2. Ef grunaður er talinn hafa eithvað vafasamt innan klæða, ber að biðja viðkomandi um að tæma þá, ef ekki er ofðið við því, ber að handtaka viðkomandi og tæma vasa hans að undangengnum dómsúrskurði, þá hefur hinn grunaði einnig rétt á réttargæslumanni, lögreglan á að tilkynna honum það þegar hann er handtekinn. 3. Þjófnaður er ekki framinn, fyr en þjófurinn hefur yfirgefið verslunina með þýfið, þ.e.a.s farið útfyrir verslunarrýmið, það eitt að hafa vörur í vösunum sannar ekki þjófnað, enda enginn þjófnaður átt sér stað fyr en útúr versluninni er komið, án þess að hafa greitt fyrir vöruna.

thematic (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband