Borgarlögmaður

Hver man ekki þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrrverandi borgarstjóri sagðist í Kastljósi hafa rætt við Borgarlögmann áður en hann tók ákvörðun um eitthvað sem ég man ekki hvað var. Skandallinn var semsagt að hann hafði ekki talað við þann sem gegndi stöðu Borgarlögmanns, sem er embætti á vegum Reykjavíkurborgar.

Það hefur komið mér þægilega á óvart að nýjustu upplýsingar í þessu máli benda til þess að Vilhjálmur hafi ekki verið að segja ósatt.

Sannleikurinn mun vera sá að Vilhjálmur ræddi við Borgar, lögmann, þ.e. Borgar Þór Einarsson héraðsdómslögmann en ekki Borgarlögmann. Borgar er mjög slunginn lögmaður og því ekki fráleitt að Vilhjálmur hafi leitað ráða hjá honum. Borgar lögmaður er líka sjálfsæðismaður og gegndi m.a. formannsstöðu hjá SUS.

Nánari upplýsingar um Borgar lögmann eru hér http://borgar.blog.is/blog/borgar/about/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband