18.7.2008 | 09:05
Eitthvað ósáttur
Hvað ætli yndi gerast ef ríkið borgaði ekki sérstökum starfsmanni fyrir að taka þátt í samningaviðræður einstaklinga og lögaðila í þjóðfélaginu? Ætli menn myndu aldrei ná samkomulagi um neitt?
Ríkissáttasemjari hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það virðist reyndar vera þannig að þeir sem "deila" um kaup og kjör án aðgangs að ríkissáttasemjara ná hraðar og hljóðlátar samkomulagi.
Ég man t.d. ekki eftir því að verkfræðingar, starfsmenn Securitas, kassastarfsmenn Bónusar, ræstitæknar einkafyrirtækja og fleiri vinnandi stéttir hafi nokkru sinni lagt niður vinnu svo vikum skiptir og sagt stór orð í daglegum viðtölum við fjölmiðla. Í versta falli hætta þeir ósáttu og í stöður þeirra ráðast sáttari einstaklingar.
Kannski nýr maður í embætti ríkissáttasemjara ætti að kalla sig "ósáttasemjari hins opinbera"?
Geir Ágústsson, 22.7.2008 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.