1.8.2008 | 13:10
Þjóðhátíðarnauðgunarlög
Fyrir þá sem lesa hvatningar til nauðgana út úr Þjóðhátíðarlagi Baggalúts ættu EKKI að hlusta á lag sem Tvíhöfði sendi frá sér á plötunni Konungleg skemmtun árið 2001 er nefnist Þjóðhátíðarlag.
Hugrakkir geta nálgast lagið á tonlist.is gegn greiðlsu kr. 79 og einnig er unnt að fá 30 sekúndna tóndæmi úr laginu.
Ég gef mér að hin skeggjaða ráðskona karlahóps Femínistafélags Íslands hafi misst af þessu lagi því ekki man ég eftir mikilli ólgu í samfélaginu við laginu árið 2001.
Athugasemdir
Ég sá þetta einmitt í fréttatímanum og varð mjög undrandi. Í fyrsta lagi held ég að innan við 1% (þar til annað kemur í ljós) þjóðarinnar sjái nauðgunarskilaboð í þessu lagi. Það sem merkilegra er hins vegar er þetta: það hefði engu máli skipt þó textinn í þessu lagi hefði verið svona ,,þið skulið nauðga á Þjóðhátíð, þið skulið nauðga á Þjóðhátíð ..." Ég held að menn þurfi að vera með eitthvað skerta vitsmuni til að halda að lag verði til þess að maður nauðgi, alveg sama hvað textinn segir. Ef menn vilja skoða alla hluti með þessum gleraugum þá þyrfti t.d. að byrja á að skoða mun eldri lög eins og t.d. Þórsmerkurljóð (heitir það það ekki?) og það í flutningi Megasar (nýjasta útgáfan). Ég hvet allar skeggjaðar ráðskonur til að hlusta á þegar Megas segir með hinni yndisfögru rödd Krókódílamannsins ,,svo ætla ég að sofa hjá þér María Mar.....". Það fjallar s.s. um skemmtun í útilegu sem á að enda með því að María er tekin og sorðin.
Þessi nauðgunarumræða er líka hlægileg á þann hátt að það líður ekki sá dagur að ekki sé sakamálaþáttur í sjónvarpinu þar sem verið er að nauðga og drepa, bíómyndir sem eru auglýstar grimmt í sjónvarpi þar sem nauðgað er eða drepið, eða bæði. Bækur skrifaðar um nauðganir og seldar sem skemmtiefni (skáldsögur). Menn geta meira að segja lesið ítarlegar lýsingar á sönnum íslenskum nauðgunum með tilheyrandi ofbeldi þar sem ekkert er dregið undan á vef Hæstaréttar, sem og vef héraðsdómstólanna.
Á netinu liggja svo síður í þúsundatali sem heita nöfnum eins og ,,dirty slut", street whores", ,,incest rapes" sem og að klám almennt verður sífellt ofbeldisfyllra, klám sem allir með kreditkort hafa aðgang að.
En ef út kemur tölvuleikur þar sem hægt er að ,,nauðga" þá verður allt vitlaust. Fólk á ekki orð yfir ónáttúru þess sem slíkt skapar og telur fullvíst að nú fari menn og nauðgi eins og í tölvuleiknum.
Vitsmunum þessa fólks, sem telur að tvíræður texti eða tölvuleikur verði til þess að menn nauðgi, í samfélagi því sem nú þegar löngu orðið er til og vitnað er í hér að ofan, hlýtur að vera stórlega ábótavant.
S. (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.