Innanríkismál

Þetta röfl um að engin megi skipta sér af innanríkismálum heyrist oft og ekki bara hjá einræðisstjórninni í Kína. Þetta heyrðist líka hjá Mugabe í Simbabwe (hvernig sem það er skrifað) og mörgum öðrum.

Ofbeldi er alltaf framið af fólki. Það skiptir engu hvort verið sé að pynta fanga, banna fólki að tjá skoðanir sínar, banna fólki að eiga viðskipti sín á milli, banna fólki að skoða vefsíður, banna fólki að iðka trúarbrögð, banna fólki að dansa fyrir hvert annað, myrða fólk eða hvað sem það er í hvert skiptið. Það eru alltaf einhverjar manneskjur sem taka ákvörðun um ofbeldið. 

Af hverju í ósköpunum ætti fólk (þar með talið þjóðhöfðingjar) að sætta sig frekar við ofbeldi sem er framið af ríkisstjórnum en öðrum? Afstaða kínverja í þessu máli er eins og hjá heimilisföður sem beitir fjölskyldu sína ofbeldi og býsnast yfir afskiptasemi af fjölskyldumálum sínum.

Á meðan einungis tiltölum er beitt ættu þeir að prísa sig sæla með að vera ekki komið frá með valdi.


mbl.is Bush láti af afskiptasemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Oddgeir, það er oft álitamál hvernig okkur líkar hvernig stjórnvald beitir sér gagnvart borgurum/þegnum og í flestum tilvikum er það látið eftir viðkomandi landi að skipa sér stjórn.

Ef afskiptasemi af þessu tagi er í lagi hvar drögum við þá línurnar? Ef við ætlumst til að farið sé að lögum þá verður það að vera regla í því annars leysum við öll mál upp í stjórnleysi. Myndum við kæra okkur um að lenda í ófriði við aðrar þjóðir vegna t.d. hvaveiða sem sumum finnst verra en mannsmorð?

Ég hef sjálfur notað samlíkinguna um heimilisföðurinn og vildi óska að hægt væri að einfalda málin með sama hætti á milli ríkja.

Með hækkandi aldri vil ég frekar kjósa að leysa málin með friði, kurteisi, umburðarlyndi og kærleika í anda Mandela en að fara með ófriði og yfirgangi í anda Bush. Ófriðurinn hefur nefnilega þann ókost að kosta mannslíf, sem ég vil virða vegna þess að mér er annt um mitt eigið.

Í pólitík eins og öðru geta verið fleiri en ein leið að settu marki og þess vegna höfum við mismunandi skoðanir. 

Haukur Nikulásson, 7.8.2008 kl. 12:00

2 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Sæll Haukur,

ég get verið sammála því að það séu fleiri en ein leið að því marki að fá Kínastjórn til að hætta óréttmætum afskiptum og ofbeldi gagnvart fólkinu sem býr á yfirráðasvæði ríkisins.

Ég er hinsvegar ekki afstæðishyggjusinni varðandi það hvað ríkisstjórnir mega gera við þegnanna frekar en hvað foreldrar mega gera börnum sínum. Ég tel að suma háttsemi verði að stöðva.

Ég geri t.d. greinarmun á veiðum á hvölum og morði á fólki.

Oddgeir Einarsson, 7.8.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband