4.9.2008 | 10:12
fréttaþreyta
Það liggur við því að ég vonist til að semjist í þessu bara af því að ég er orðinn svo leiður á því að allir fréttatímar og viðræðuþættir séu fullir af þessu máli. Það sem gerir síðan útslagið eru allar líkingarnar. Þær eru víst vanar löngum og erfiðum fæðingum....zzzzzzzzz.....
Eitt barn fæddist á LSH í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert enn eitt kristaltært dæmið um að það vantar siðferðisvitund í lögfræðistéttina! Mæli með siðfræðiáfanga í greinina, er orðinn mjög pirraður sjálfhverfum lögfræðingum.
Guðbjörn (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 10:24
Þú ættir að skammast þín, menntaður maðurinn, að láta svona útúr þér! Þú ættir frekar að kynna þér það sem þú ert að tala um, ertu ekki vanur því annars? Fyrir hvað færð þú laun?
Stebba (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 12:58
Ég er þér nokkuð sammála Oddgeir, Ég hefði haldið að þær væru búnar að fá sínu framgengt þetta hefur staðið það lengi. Hætta bara að vinna við þetta ef þær fá ekki þau laun sem þau vilja, ef einhver annar vill vinna starfið fyrir lægri laun þá fær hann starfið, ef enginn vill vinna við þau launakjör sem þær fá þá NEIÐIST ríkið til að láta þær fá í hendur það sem þær vilja... nema ríkisstjórnin telji það óþarfi (sem ég tel nú harla líklegt).
Birgir Hrafn Sigurðsson, 4.9.2008 kl. 13:12
ps: Ég tel þetta hafa lítið með siðferði að gera. bara business eins og hvað annað.
Birgir Hrafn Sigurðsson, 4.9.2008 kl. 13:13
Bara til þess að hafa það á hreinu þá fjallaði færslan mín ekki að neinu leyti um skoðanir mínar á kjörum ljósmæðra eða annarra heldur bara hvað mér leiddust fréttatímar síðustu daga. Ég hef meira gaman að hlusta á pólítíkusa rífast heldur en ljósmæður tala um áhrif komandi verkfalla. Það hefur ekkert með siðferði að gera heldur smekk. En annars lítið að gera á meðan ekki semst - þá er þetta auðvitað í fréttum.
Oddgeir Einarsson, 4.9.2008 kl. 14:37
Tja það þarf kannski að kenna lögfræðingnum hlutfallareikning.
Það eru 4 fréttir af 55 á mbl.is sem fjalla um málið eða um 7% og þú segir að fréttatímar séu fullir af þessum fréttum. Hvað er þá í hinum 93%?
Karma (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 14:41
Eftir því sem ég best veit er ekki hægt að skilgreina mbl.is sem fréttatíma heldur á oddgeir líklega við fréttir í útvarpi og sjónvarpi. Það að það séu 55 fréttir á mbl.is segir meira um hvað þeir geta blaðrað mikið en um hvað sé talað um í sjónvarpinu því megnið af þessu drasli færi aldrei í sjónvarp eða útvarp..
Gunnar Steinn (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 15:10
Ég tók því sem hann ætti við allar fréttir inná mbl.is á tilteknum tíma sem fréttatíma. Hann var nú að tengja þessa færslu við frétt á mbl.is en ekki við frétt í sjónvarpinu eða útvarpinu
Karma (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 16:41
Karma og félagar hljóta að vera að grínast. Fyrst átti að vera ósiðlegt hjá mér að finnast þessar fréttir leiðinlegar og síðan að ég hafi verið að tala um "fréttatímann" og "umræðuþættina" á mbl.
Oddgeir Einarsson, 4.9.2008 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.