Nóg komið af þvaðri

Í gegnum tíðina hef ég lesið skrif örfárra hægrimanna sem segja að gjarnan sé vegið ómaklega að Birni Bjarnasyni og að hann eigi erfitt með að njóta sannmælis í umfjöllun um stjórnvaldsákvarðanir sínar. Ég hef ekki verið sérstaklega sammála slíku tali fyrr en nú.

Ímyndum okkur að X forstjóri ríkisstofnunar fari langt fram úr fjárheimildum sínum. Skipunartími X er að renna út og fjölmargir hæfir, sérfróðir og faglegir tilvonandi umsækjendur bíða eftir að fá að bítast um starfið eins og venjan er um bitastæð embætti. Þá tekur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra þá ákvörðun að auglýsa embættið EKKI til umsóknar.

Í þessu tilfelli myndi ég líta svo á að það væri efnislega röng ákvörðun hjá Birni að ákveða að kanna ekki hvort hæfari einstaklinga væri að finna í starfið. Það væri aðeins í þeim tilfellum sem viðkomandi hefði staðið sig óaðfinnanlega í starfi sem til greina kæmi að skipa hann áfram án þess að auglýsa starfið.


mbl.is Jóhann er toppmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband