Ljósbrot frjálshyggjunnar

Þar sem margir hafa talað fjálglega um „skipbrot frjálshyggjunnar“ undanfarið þá leyfi ég mér að ítreka mótmæli mín við að hið opinbera eyði skattfé í prjál á borð við þessa snobbsúlu.

Er ekki einhver möguleiki á að skattgreiðendur þurfi frekar á peningunum að halda til að greiða af lánum sínum? Eða ef nauðsynlegt er að taka peningana af þeim að nota þá e.t.v. frekar í að versla gjaldeyrisvaraforða.

Það er það sama með þessa eyðslu hins opinbera og aðra eyðslu sem saman nemur milljörðum króna að gegnrýni á þær er alltaf flokkað sem skilningsleysi og nöldur. Hvað ætli við ættum marga milljarða ónotaða ef hlustað hefði verið á gagnrýni um að hætta að eyða í landbúnað, öryggisráð, sendiráð, afþreyingariðnað (þ. á m. listir), ríkisfjölmiðla o.s.frv.?

Ég mun annars fjalla betur síðar þegar ég hef tíma til um hugmyndafræði frjálshyggjunnar sem veitir ekki af á þessum síðustu og verstu tímum en í stuttu máli þá snýst frjálshyggja ekki um peninga heldur siðferði. Ég tel augljóst að þetta þurfi að skýra nánar fyrir mörgum.


mbl.is Yoko Ono komin til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ef...

- við vissum allt fyrirfram

- tækjum alltaf réttar ákvarðanir

- spöruðum alla peningana

- við værum fyrirmynd í einu og öllu

Væri lífið ekki frábært og stórkostlegt?

Snobbsúla

Veistu hversu margir vinna við afleiður slíkrar snobbsúlu, eða sambærilegs prjáls. Veistu hversu mikill gjaldeyrir kemur inn í landið vegna þess að svona "snobbsúlur" eða ígildi draga athygli að landinu? Veistu hversu margar hugmyndir og verkefni svona "snobbsúlur" setja af stað, sem eru verðmætaskapandi í samfélaginu?

Allt í lagi að gagnrýna það sem maður skilur ekki, sýnir að viðkomandi er hugsandi einstaklingur. Það sem er líka áhugavert er hvernig viðkomandi notar slíka gagnrýni, hvort sem það er til niðurrifs eða uppbyggingar. Hvoru tveggja getur haft spennandi afleiðingar. Umræðan er allavega góð.

hlakka tl að lesa viðhorf þín til hugmyndafræði frjálshyggjunnar

lifðu heill lögmaður,

TG

Þorvarður Goði (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 00:27

2 identicon

Þorvarður, geturðu gefið mér nákvæmar tölur á innkomu frá túristum af völdum snobbsúlunnar?

Hvaða hugmyndir heftur þessi snobbsúla sett af stað?

Þetta er alltaf sama hippa kjaftæðið.

Siggi (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 00:44

3 identicon

Hippa kjaftæði, flott orðaval.

 Þar sem ég sit, þá erum við að horfa á yfir ISK 100 milljónir í heimsóknum tengdum samtímalist á Íslandi.

Hugmyndir um það að list erlendra listamanna á Íslandi sé þess verð að vera með ferðaiðnað tengdan þessu, til þess að útbúa fatalínur og aðra hönnun sem selst í tengslum við viðburði. Viðburðir kosta fullt af peningum, sem eru greiddir til veitingahúsa, þjónustufólks, hótela, bílstjóra af öllum gerðum, menntafólks, trésmiða, leikhúss, og fleiri atvinnugreina.

Það eru mjög margir að fá bita af kökunni.

Það eru örugglega fleiri leiðir til að fá gjaldeyri inn í landið, en þetta er þá allavega ein þeirra.

bkv

TG

Þorvarður Goði (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 12:11

4 identicon

Hmm... höfum við ekki lifað undanfarið á tímum þar sem ríkisafskiptin hafa verið í sögulegu lágmarki, skattar sömuleiðis, greinilegt að fjármálafyrirtækin voru ekki að kafna í reglugerðum eða guðhjálpiokkur eftirliti...

 Aldrei fleiri þínir líkar, lögfræðingar og viðskiptafræðingar

 Aldrei annað eins reiðarslag 

Þorvaldur Skúli (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 18:31

5 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Þorvaldur Goði, ég er ekki í fyrsta skiptið að lesa um það með færslu þinni að ýmsir hlutir dragi svo marga hingað að þjóðarbúið stórgræði. Þetta hafa t.d. hvalasýnendur og margir fleiri haldið fram þegar þeir reikna allar gjaldeyristekjur allra sem hingað koma til að skoða hvali sem framlag hvalasýnenda til þjóðfélagsins. Ég leyfi mér að efast um að það séu margir sem hafi keypt sér sérstaka ferð til Íslands bara af því að þar er hægt að skoða ljóskastara í Viðey. Ég leyfi mér þó að giska á 7. Ég held að þú getir ekki einu sinni sjálfur svarað eigin spurningu sem þú setur fram í fyrri athugasemdinni þinni en ég hvet ég þig til að gera það þar sem skilningur þinn virðist æðri en minn hvað þetta varðar. Þetta er bara gamla góða „skilningsleysið“ sem hrjáir þá sem vilja fara varlega með að taka peninga af vinnandi fólki og ráðstafa þeim í eitthvað ægilega sniðugt og mikilvægt. Eitt er þó rétt hjá þér - ég skil ekki þessa snobbsúlu sem fyrirmennin mættu til að skála fyrir

Þorvaldur Skúli, ég legg til að þú lesir söguna betur varðandi skatta og ríkisafskipti.

Oddgeir Einarsson, 8.10.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband