4.11.2008 | 15:27
Bjálkinn
Frá lýðræðislegu sjónarmiði hef ég meiri áhyggjur af því að risafjölmiðillinn RÚV sé í eigu ríkisins en að einhver einkaaðili sé líka að reyna að miðla einhverju til fólks í því mjög svo takmarkaða svigrúmi sem RÚV skilur eftir.
Það er skrýtið að menn hafi áhyggjur af því að einn maður geti átt alla einkarekna fjölmiðla í landinu á meðan það er raunhæfur möguleiki á því að án aðkomu hans myndi blasa við gjaldþrot og því gæti staðan raunverulega orðið sú að aðeins einn aðili í landinu miðli upplýsingum til fjöldans, þ.e. ríkisvaldið.
Sérstaklega ef eitthvað er að marka kenningar um að fjölmiðlar séu fjórða valdið sem hafi því hlutverki að gegna að vera fjórða valdið, þ.e. að gagnrýna og veita ríkisvaldinu aðhald.
Rosabaugur Jóns Ásgeirs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jón Ásgeir er snillingur. og þjóðin dýrkar hann og bankarnir líka ,reynið að þá lán ef þið hafið ekki staðið í skilum,en Jóni tekst þetta dag eftir dag maður er tær snilld
ADOLF (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.