Vinstrislagsíðan á RÚV

Heyrði 22.00 fréttir á RÚV þegar ég var að keyra áðan. Þar var sagt frá þessari atkvæðagreiðslu án þess að minnast á að enginn stjórnarliði hefði greitt með tillögunni en að einn „stjórnarandstæðingur“ hefði greitt á móti henni.

Velti því fyrir mér hvort sama þögn hefði ríkt ef einhver úr stjórnarliðinu hefði greitt atkvæði með tillögunni.

Í sama fréttatíma var spilað hér um bið eina púið sem heyrðist við fjölmörgum svörum ráðherra á fundi um kvöldið og tekið fram af fréttamanni að áheyrendur hefðu greinilega verið ósáttir við svör ráðherrans.


mbl.is Vantrauststillaga felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Það var bara verið að reyna að gera frétt úr engu. Vantrauststillagan var ekkert annað að lýðskrum sem allir vissu að yrði felld. En hún tók heilan vinnudag af ráðamönnum. Það er ábyrgðarleysi

Magnús Þór Friðriksson, 25.11.2008 kl. 00:08

2 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Það getur verið að þessi frétt hafi verið léleg, enda ekki um auðugan garð að gresja á íslenskum fjölmiðlum. En að halda því fram að á RÚV sé vinstgri slagsíða er bara lélegur brandari. Hefur þú rennt yfir lista fréttamanna?

Stefán Bogi Sveinsson, 25.11.2008 kl. 01:34

3 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Ágúst Valves: 

Mér fannst lýðskrumið keyra algerlega úr hófi fram hjá fyrsta ræðumanni á síðasta laugardegi og mun ekki sýna slíkum ræðuhöldum samstöðu á nokkurn hátt. Þegar farið er að hóta valdaráni í krafti ofbeldis þá segi ég pass.

Stefán Bogi:

Listi fréttamanna segir mér ekkert um pólitískar skoðanir þeirra. Pólitískar skoðanir meirihluta fréttamanna jafngildir heldur ekki pólitískri slagsíðu í fréttaflutningi ef viðkomandi fréttamenn/fréttastjórar láta fréttaflutning sinn ekki litast af eigin skoðunum.

Oddgeir Einarsson, 25.11.2008 kl. 08:26

4 identicon

Já þessi blessaða stúlka sem kallar sig laganema segir að það sé brot á eignarétti að fólk tapi peningum á fjárfestingum. Ég tapaði einu sinni hundrað kalli í spilakassa, hvern get ég farið í mál við? Ég ætti kannski að hringja í þessa dömu og fá ráð hjá henni.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband