8.12.2008 | 17:02
Hvað er lýðræði?
Unglingar eru áhrifagjarn hópur.
Undanfarnar vikur hefur gjammið í lýðskrumurum fengið að gjalla svotil óáreitt í þjóðfélagsumræðunni. Á milli þess sem menn tala sig þreytta í myndlíkingum um skipstrand og skipstjóra í brú (og reyndar nær alls þess sem gerist í tengslum við sjómennsku), þá má greina þá skoðun að það sé lýðræðislegt að skipta um ríkisstjórn af því að hávær hópur segir að hún beri ábyrgð á þeim hörmungum sem lágværari menn halda fram með rökum að alþjóðlega lausafjárskreppan, réttilega innleiddar EES-reglur og áhættusamar aðgerðir einkahlutafélaga orsökuðu af nær öllu leyti.
Að trufla störf Alþingis af því að ekki er komið til móts við tiltekið pólitískt baráttumál er einn sá ólýðræðislegi gjörningur sem til er.
Þingfundur hafinn á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi bloggfærsla er mjög lítið rökstudd, og ekkert annað en orðagjálfur sem aldrei fengi fram að ganga í lögfræðinni sem ég þekki. MálaRÖK drengur og lagaRÖK... Ekki bara gjamma þetta út í lofti.
Sjálfur ertu rétt eldri en fermingadrengur.
Fólkið sem mætti voru ekki unglingar heldur fólk á öllum aldri!
Mótmælin sem hafa átt sér stað hér og þar um landið hafa ekkert með pólitík að gera. En það veistu kannski ekki vegna þess að þau ert með hausinn í afgöngum gærdagsins.
Hin lögmaðurinn í RVK (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 17:15
Ég skora á 'Hin lögmaðurinn í RVK' til að koma fram undir nafni, því ekki bera skrif hans þess merki að hann sé lögmaður.
Sævar Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 17:34
Hæ
Ég er líka áhrifagjörn!
Ef þú meinar með áhrifagjarn, bandbrjálaðir yfir þöggun yfirvalda, aðgerðaleysi og spillingu. Því ég er einmitt bandbrjáluð þessa dagana.
Þú kemur ekki með raunhæfar skýringar á þessari kreppu. Hún er svona hræðilega erfið hérna sökum LÉLEGRAR HAGSTJÓRNAR! Og þar eiga stjórnvöld að taka á sig ALLA ábyrgð.
Hættu að kóa með stjórnvöldum og líttu á vandan eins og hann er. Verið að steypa þúsundum einstaklinga í gjaldþrot, allt útaf lélegum vinnubrögðum þeirra sem fengu umboð til að sjá um þjóðarbúið.
Anna (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:00
Það þarf greinliga að fara hreinsa til í þjóðfélaginu. yfirstéttirnar eru alveg um megn að skilja þetta og eru í engum tengslum við restina af fólkinu í landinu eða huxunargang þess.
Johann Trast Palmason, 8.12.2008 kl. 18:12
Ég er þakklátur ykkur sem setjið inn athugasemdir því þá veit ég að ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að þið hafið lesið auðvirðulega færslu mína.
Hinn lögmaðurinn: Ég veit ég er ekki svona unglegur en takk fyrir gullhamrana :)
Anna: Það getur vel verið að þú hafir rétt fyrir þér um ástæður efnahagsvandans. Í færslunni minni held ég engu fram um það atriði heldur bendi á hvað háværar raddir og lágværari hafa haldið fram undanfarið. Mögulega hefði ég mátt tala skýrar svo að allir skildu að færlsan fjallaði um hvort það væri endilega lýðræðislegt að skipta um stjórn af því að háværari raddirnar krefðust þess óháð því hvað þær héldu fram efnislega um verk ríkistjórnarinnar.
Jóhann Þröstur Pálmason: Hverjir tilheyra yfirstéttunum og hvernig skilgreinir þú yfirstétt?
Oddgeir Einarsson, 8.12.2008 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.