13.1.2009 | 10:09
Hið raunverulega misrétti
Í gær labbaði í vinnuna um kl. 9 um morguninn. Þá var fólk að skvetta málningu á stjórnarráðið. Um kl. 12 fór ég svo í hádegismat og þá voru verktakar að hreinsa málninguna.
Hver ætli borgi reikninginn - þeir sem eru að vinna eða þeir sem eru að mótmæla?
-----
Mótmæli eru oft kölluð friðsamleg af fjölmiðlum jafnvel þótt þau valdi skattgreiðendum tjóni, t.d. með auknum kostnaði við þrif, löggæslu, eignaskemmdir og fleira. Frá sjónarhóli skattgreiðandans, sem ríkisvaldið beitir sjálfskipuðum einkarétti sínum til ofbeldis (refsingum) til að knýja á um skattskilin, þá er nákvæmlega ekkert friðsamlegt við mótmælin. Þau valda því einfaldlega að peningar eru teknir af viðkomandi í skjóli valds til að borga fyrir skemmdarverk sem lögregla horfir upp á án þess að reyna að draga tjónvaldinn til ábyrgðar. Ef einhver hefur rétt á að vera reiður yfir þessu öllu saman þá er það hinn almenni launamaður sem er að reyna að nurla saman fyrir lánunum og mat handa fjölskyldu sinni.
Athugasemdir
Sæll Andri,
Ég hef varið allskonar fólk fyrir allskonar sakir. Ég hef aldrei gert það að neinu skilyrði þegar ég er að verja fólk að ég sé sammála verknaðinum sem til skoðunar er enda hef ég varið menn sem hafa gerst sekir um mun alvarlegri brot en mótmælendurnir eru sakaðir um.
Oddgeir Einarsson, 16.1.2009 kl. 11:04
Oddgeir, er þetta ekki frekar spurning um traust á milli lögfræðings og skjólstæðings hans? Er óeðlilegt að mótmælandi treysti ekki lögfræðingi, sem hefur ítrekað tekið andstæðan málstað við mótmælendur, til að reka mál skjólstæðingsins af sanngirni? Vantraustið í garð yfirvalda er nú þegar mikið, ekki á það bætandi með svona aðgerð. Þú rækir þína skyldu eflaust af bestu getu og ég beini þessu ekkert gegn þér persónulega (enda þekki ég hvorki til þín né þinna starfa) en þetta hlýtur að teljast vafasamt.
Guðmundur (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 11:29
En hvað með eignatjónið sem ótilgreindur fjöldi (sumir segja 30) manna í jakkafötum olli öllum Íslendingum? Eignatjón upp á hundruð milljarða gagnvart öllum landsmönnum ætti að hafa forgang hjá lögreglunni fram yfir einstaka rúðubrot og málningarslettur.
Davíð Roach Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 12:22
http://this.is/nei/?p=2546#comments
"Svo er annað merkilegt smáatriði: Oddgeir er fyrrverandi varaformaður í Frjálshyggjufélagi. Sem er skrýtið, því það síðasta sem nokkrum sönnum frjálshyggjumanni dytti í hug er að fara að blása saman hvítliðasveitir til að standa vörð um ríkisvaldið og halda í skefjum fólki sem ofbýður vanhæfni og óstjórn stjórnvalda!"
Birna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 22:48
Ef "skríllinn" stæði fyrir mótmælum alla daga ársins og skemmdi rúður fyrir fjórar milljónir (4.000.000 kr.) hvern einasta dag, tæki það 700 ár að valda viðlíka fjárhagsspjöllum og stjórnendur Íslands hafa valdið með vanrækslu og kæruleysi síðustu ára.
Með öðrum orðum, það tæki skrílinn tvö hundruð fimmtíu og fimm þúsund og fimm hundruð daga að valda þjóðinni jafn miklum skaða og fulltrúar hennar hafa þegar gert.
Í því ljósi þykir mér óvenju mikil þolinmæði ríkja í garð þess skríls sem finna má í ríkisstjórn, fjármálaeftirliti og seðlabanka.
Þar starfa skaðvaldar sem öllu skiptir að koma út.
Áður en meira fjármagn verður sett í hendurnar á þeim.
SM, 17.1.2009 kl. 13:02
Megi Guð og öll góð öfl láta á gott vita
SM, 17.1.2009 kl. 13:08
...þetta síð.innleg átti við annað...mistök
SM, 17.1.2009 kl. 13:10
Fréttin á Smugunni sem ég reikna með að sá sem kommentar efst sé að vísa í (http://www.smugan.is/skyringar/vidtol/nr/636) er vægast sagt undarleg. Dettur einhverjum í hug að þegar lögmaður er fenginn til að standa vörð um hagsmuni manns sem sakaður er um morð eða nauðgun að lögmaðurinn verði að vera "sammála" verknaðinum og styðja hann?
Og ef ekki, af hverju á annað að gilda um verjanda "mótmælanda" ?
Smugan er oft vitlaus en ég hef sjaldan séð hana jafn vitlausa og í þessari meintu "frétt".
Máni Atlason (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 14:10
Siðareglur lögmanna:
9. gr.Lögmanni er skylt að gera skjólstæðingi sínum kunnugt hvaðeina, er kann að gera hann háðan gagnaðila eða gera tortryggilega afstöðu hans til gagnaðila, svo sem frændsemi, samstarf, fjárhagslega hagsmuni eða önnur slík tengsl.
Sjá reglurnar í heild sinni:
http://lmfi.is/logmenn-og-thjonusta/log-og-reglur-um-logmenn/sidareglur-logmanna/
Birgitta Jónsdóttir, 17.1.2009 kl. 14:14
Og átt ÞÚ að verja mótmælanda?
Þið eruð að grínast - þvílík mannfyrirlitning af þeim sem skipuðu þig!
Eru engin takmörk á þessu landi hvernig hið opinbera getur nauðgað fólki?
Þetta er ekkert betra en Rússland.
ÞA (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 14:36
"Ég hef aldrei gert það að neinu skilyrði þegar ég er að verja fólk að ég sé sammála verknaðinum sem til skoðunar"
Merkilegt, lögfræðingur sem ruglar saman málstað,verknaði og telur að það sé hann en ekki skjólstæðingurinn sem ætti að setja skilyrði af þessu tagi enda skjólstæðingurinn en ekki lögfræðingurinn sem ber skaðann.
Hvernig komst þessi maður í gegnum lögfræðina, nær flokksspillingin þangað inn líka ?
Jólasveinninn (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 16:26
Oddgeir.. þér hefur ekki dottið í hug að það geti verið þeir sömu sem skvetta málingu sem eru að nurla saman fyrir lánum og mat? Sama fólkið sem hefur horft á lífeyrinn sinn och sparifé hverfa vegna ástandsins? Þú hefur auðsjáanlega ekkert fylgst með hverni fór með Argengtínu 2002 og hvernig almenningur brást við því. Stjórnvöld á Íslandi hafa aldrei hræðst lýðinn og hafa þess vegna getið komist upp með nepotisman og græðgina.
Þessir pistlar hjá þér um "mótmælendur" sýnir gríðalegan hroka af þinni hálfu og endurspeglar í raun viðhorf ráðamanna á fólkið í landinu.
/völvan
Völvan (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 16:50
Þið frjálshyggjumenn eruð aumkunarverður hópur, indirlægjur eins stjórmmálaflokks og rasssleikjur. Það er eins og þið fattið ekki að það er líka verið að fara illa með ykkur, ekki bara okkur mótmælendur.
Valsól (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 22:59
Greinar höfundur er einfaldlega hluti af þessum viðbjóði sem almennir þegnar þessa lands þurfa að losna við !!! Ef hann byggi i einhverju öðru landi enn aumingjagóða íslandi, þyrfti hann lífvarðarsveit 24 tima sólarhringsins enn þessir tappar eru svo góðu vanir að þurfa ekki að hafa ahyggjur af ser þvi engin stoppar glæpsamlega hegðun þeirra
Kölski sjálfur (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 23:34
Sú staðreynd að það eru menn eins og þú sem semja og kunna á lögin, er ástæðan fyrir því að maður ber enga virðingu fyrir þeim. Hér hafa menn, sjálfstæðismenn, eins og þú ráðið síðan stofnun lýðveldisins.
Þegar maður áttar sig á því að maður tapar alltaf í leiknum því sá sem alltaf hefur sigrað hefur alltaf samið reglurnar hættir maður í leiknum.
Gatari (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 02:41
Rosalegar yfirlýsingar er fólk að koma með hérna. Ég held að það veitti ekki af því að bæta nokkrum lögfræðiáföngum inn á námsbrautir framhaldsskólanna.
Páll Jónsson, 19.1.2009 kl. 19:23
Sigurður: Ég taldi nú nokkuð skýrt að ég væri að vísa til kommenta þar sem... Æ fokk itt, já, ég held að lögfræðingar séu almennt betri manneskjur en aðrir og viti ávallt best.
Ég held það breyti litlu um álit þitt á mér hvað ég segi.
Páll Jónsson, 19.1.2009 kl. 20:24
Þó mér sé málið óviðkomandi vil ég benda Grétari á færslu Oddgeirs frá 23. des. 2007 undir heitinu ,,Spillingin í Sjálfstæðisflokknum".
Kona (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.