Hvernig stjórnarhætti vill Samfylkingin?

Samkvæmt fréttum og viðtali við Ingibjörgu áðan má ráða að það sé skilyrði áframhaldandi samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn að bankastjórar Seðlabankans víki.

Ef það reynist rétt þá virðist Samfylkingin vilja annað hvort tveggja:

1)Að Sjálfstæðisflokkurinn hafi bein ítök í bankastjórunum og geti og eigi að segja þeim að víkja ef þeim sýnist svo - semsagt að bankastjórarnir eigi ekki að taka sínar ákvarðanir sjálfir og vera sjálfstæðir og óháðir stjórnmálamönnum.

2)Að forsætisráðherra taki stjórnvaldsákvörðun um brottvikningu tiltekinna opinberra starfsmanna án áminningar. Verulegar líkur eru á því að slík ákvörðun teldist ólögmæt ef á reyndi fyrir dómi.


mbl.is „Þurfum öfluga starfsstjórn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband