Gíslatakan mikla

"Hvert verður framhaldið ef Höskuldur ákveður samt að halda þessu í gíslingu inni í nefndinni?" Sagði blaðamaðurinn í samtali við Össur Skarphéðinsson í þessari frétt.

Það er með ólíkindum hversu hlutdrægur fréttamaðurinn leyfir sé að vera. Það hefði mátt búast við því að pólitískir andstæðingar Höskuldar leyfðu sér að líkja því við gíslatöku ef hann gerði ekki nákvæmlega það sem ríkisstjórnin ætlaðist til af honum, þ.e. að afgreiða málið út úr nefnd án þess að bíða eftir skýrslu sem menn greinir á hvort að skipti máli við skoðun á lagaumhverfi Seðlabankans.

Þótt skýrslan komi að sumra mati málinu ekkert við, enda fjallar hún bara um lagaumhverfi flestallra seðlabanka í Evrópu, þá getur það ekki verið fráleit afstaða að vilja bíða í einhverja daga með að afgreiða lagafrumvarp um Seðlabankann á meðan verið er að skoða umrædda skýrslu.

Af hverju er eins og fréttamaðurinn líti á það sem sjálfsagðan hlut að þingmaðurinn stimpli lagafrumvörp ríkisstjórnarinnar gagnrýnislaust og taki það upp hjá sjálfri sér að líkja minnsta fráviki frá slíku við gíslatöku?


mbl.is Höskuldur í háskaför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Einu sinni skrifaði núverandi menntamálaráðherra (http://www.katrinjakobsdottir.is/wordpress/?p=175):

"er Alþingi sátt við að vera afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið? Eða þarf löggjafinn að endurskoða störf sín og meta það alvarlega hvort hann sinnir sínu hlutverki á fullnægjandi hátt?"

Þetta mat á víst seint að fara fram, nú þegar völdin hafa skipt um hendur.

Geir Ágústsson, 24.2.2009 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband