Ríkisstjórnin hugsi skýrt

Nú ber svo við að ríkissjóður hefur ekki staðið eins illa í áraraðir. Til þess að komast í gegnum vandann þurfum við tillögur um hvernig sé hægt að spara 2 milljarða í stað þess að eyða 2 milljörðum. Ef við ætlum að dúllast í stjórnarskránni, sem kemur bankahruninu og efnahagsvandanum ekkert við, þá ættum við að byrja á að gera eina breytingu til sparnaðar, þ.e. leggja niður ónauðsynlega ríkisstofnun, forsetaembættið.

Síðan ættum við að einbeita okkur að almennum lögum og byrja á að skera niður það sem minnsti ágreiningurinn er um. Unnt væri að byrja á að leggja niður sendiskrifstofur okkar víða um heim sem fyrst. Af hverju er ekki búið að taka neina einustu ákvörðun um slíkt enn? Er einhver sem vill frekar láta taka af sér enn hærri skatta vegna skulda ríkissjóðs en t.d. að hætta að hafa menn á launum í Úganda og Sri Lanka?  

Ríkisstjórnin þarf nauðsynlega að fara að hugsa skýrt og í lausnum. Það er ekki flókið. Koma þarf með tillögur sem spara skattgreiðendum peninga og leggja til hliðar, a.m.k. um sinn, hugmyndir sem auka útgjöld.


mbl.is Stjórnlagaþing kostar 1,7 til 2,1 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband